Árskort í helstu söfn Reykjavíkurborgar

Menningarkort Reykjavíkur er hagkvæm og spennandi leið til að njóta menningarlífsins í Reykjavíkurborg á betri kjörum.

Menningarkortið veitir frían aðgang að:

 • Listasafni Reykjavíkur 

  Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn 

 • Borgarsögusafni Reykjavíkur 

  Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Landnámssýningin

 • Borgarbókasafni Reykjavíkur

  Bókasafnskort fæst gegn framvísun Menningarkorts Reykjavíkur 

 • Fjölbreytt fríðindi, afslætti og tilboð á fjölmarga viðburði, sýningar og veitingahús
   

Listasafn ReykjavíkurBorgarsögusafn ReykjavíkurBorgarbókasafn Reykjavíkur
 

 

 

Tilboð

Í hverjum mánuði koma spennandi tilboð frá söfnum og samstarfsaðilum kortsins

  Everybody's Spectacular 14. - 18. nóvember. 20% afsláttur af miðaverði*

  Árleg sviðslistahátíð sem blásið er til af Lókal og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin er einstakur vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu strauma og stefnur í sviðslistum. Dagskráin teygir sig yfir fimm daga, frá miðvikudegi til sunnudags, og er þéttskipuð og afar fjölbreytt. Boðið verður upp á frumsýningar á íslenskum verkum eftir marga af framsæknustu sviðslistamönnum landsins, í bland við ný verk virtra, alþjóðlegra listamanna. Einnig verða bráðnauðsynlegar umræður um listina og lífið, vinnustofur og aðrir viðburðir sem eiga við á þeirri mögnuðu stund þegar glugginn inn í hina litríku veröld sviðslistamanna opnast upp!

  Frábærar sýningar, spennandi umræður, vinnustofur, partístuð - nánar á www.spectacular.is 

  *Korthafar fá 20% afslátt af miðaverði gegn framvísun Menningarkorts á skrifstofu tix.is Ránargötu 18. Tilboðið gildir á alla viðburði hátíðarinnar fyrir utan Moving Mountains og Insomnia í Þjóðleikhúsinu og Íslenska dansflokkinn í Borgarleikhúsinu. 

  2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík í nóvember fyrir korthafa!

  Í nóvember geta handhafar Menningarkorts boðið með sér á Sjóminjasafnið í Reykjavík*

  Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár

  Á nýrri grunnsýningu, sem opnaði í júní á þessu ári, er fjallað um fiskveiðar Íslendinga frá því að árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000. 

  Melckmeyt 1659 - fornleifarannsóknir neðansjávar

  Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað er um valda þætti úr sögu hollenska kaupskipsins Melckmeyt sem fórst úti fyrir ströndum Íslands í október 1659. Meira en 300 árum síðar fundu kafarar flak skipsins og er það elska skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur. 

  *Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í nóvember. 

  RIFF alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík: 20% afsláttur fyrir korthafa*

  RIFF - alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík - er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður á Íslandi. Hátíðin setur unga kvikmyndagerðamenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Gestum hennar stendur til boða að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð, spjalla við leikstjóra um verk þeirra, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika, listasýningar og sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði, svo sem í sundi, í strætó eða á börum.

  Hátíðin í ár verður sú fimmtánda í röðinni og mun hún standa frá 27. september til 7. október 2018. Upplýsingar um dagskrá hennar má nálgast á www.riff.is 

  *Menningakorthafar geta keypt tvo hátíðarpassa með 20% afslátti gegn framvísun kortsins. Takmarkaður miðafjöldi er í boði. Miðar eru afgreiddir gegn framvísun Menningarkorts á skrifstofu RIFF að laugarvegi 116. 

  Tveir fyrir einn á Kjarvalsstaði í september fyrir korthafa!

  September er lokamánuður sýningarinnar Einskismannsland - Ríkir þar fegurðin ein? Á henni er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrúnni.

  Sýningin er tvískipt og er sögulegur hluti hennar á Kjarvalsstöðum en verk eftir listamenn 21. aldar eru sýnd í Hafnarhúsi.

  Hádegisleiðsagnir á miðvikudögum: Sérfræðingar Listasafns Reykjavíkur leiða gesti um sýninguna á Kjarvalsstöðum alla miðvikudaga kl. 12.30.

  Ferðalag fyrir fjölskyldur um Einskismannsland: Bakpoki er til láns fyrir börnin með spennandi leiðangri um sýninguna. Hægt er að nálgast bakpokann án endurgjalds í afgreiðslu safnsins. 

  Ágústtilboð: Tveir fyrir einn á Landnámssýninguna Aðalstræti 16

  Í ágúst geta korthafar gripið með sér gest á Landnámssýninguna. Þar er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum.

  Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggbútur sem er enn eldri, eða frá því um 871, og því elstu mannvistaleifar sem fundist hafa á Íslandi.

  Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig líf heimilisfólksins var háttað.

  Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Þá eru sýndir munir sem fundist hafa við fornleifauppgröft í miðbæ Reykjavíkur. 

  Júlítilboð: Tveir fyrir einn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur

  Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Þar eru nú varðveittar um sex milljónir ljósmynda frá því um 1860 og fram til okkar tíma.

  Ís og land - Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999-2017 er yfirskrift sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með myndum eftir hinn þekkta þýska ljósmyndara Olaf Otto Becker. Áhrifamiklar og ægifagrar landslagsljósmyndir Beckers fjalla um breytingaferli í náttúrunni sem orsakast af loftlagsbreytingum og öðrum manngerðum áhrifum. Í verkum hans sameinast persónuleg og listræn nálgun á heimildaljósmyndum sem vekur upp spurningar um félagslega og menningarlega þætti í samtímanum.

  Í tilefni af sýningunni höfum við tekið fallegar bækur ljósmyndarans til sölu í safnbúð Ljósmyndasafnsins.*  

  Hafsteinn Viðar Ársælsson - SVARTMÁLMUR

  Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað "Black metal" eða svartmálms senuna á Íslandi undir dulnefninu "Verði ljós." Afrakstur þess er nú til sýnis í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Á meðan á sýningunni stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem þegar hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum á borð við British Photo Journal.*

  Við minnum á að Menningarkorthafar fá 10% afslátt af öllum vörum í Safnbúðum Reykjavíkur. 

   

  Bíó Paradís: Tveir fyrir einn á erlendar myndir í júlí.

  Bíó Paradís veitir handhöfum Menningarkorts Reykjavíkur 25% afslátt allan ársins hring. Í júlí gera þessir vinir okkar enn betur við korthafa og bjóða þeim 2 fyrir 1 á erlendar myndir.*

  Bíó Paradís sýnir nýjar og áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda, erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum. Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. 

  Sumardagskrá hússins er glæsileg að vanda. Upplýsingar um hana má nálgast á https://bioparadis.is/ 

  *Gildir ekki með öðrum tilboðum.

  2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík í júní. Safnið opnar 9. júní!

  Í júní geta Menningarkorthafar boðið með sér gesti á Sjóminjasafnið í Reykjavík. Safnið opnar eftir viðamiklar breytingar með nýrri grunnsýningu þann 9. júní n.k.

  Fiskur hefur verið mikilvægur hluti af íslensku mataræði um aldir og ein verðmætasta útflutningsvara þjóðarinnar. Á nýrri grunnsýningu er fjallað um fiskveiðar Íslendinga, frá því að árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, með gripum og textum, myndum og leikjum. Aðalpersónan í þessari sögu er auðvitað fiskurinn! Honum er fylgt eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og að landi, í gegnum vinnslu – og loks á diskinn.

  Listahátíð í Reykjavík: 20% afsláttur á valda viðburði*

  Listahátíð í Reykjavík leitast við að koma á óvart, endurspegla fjölbreytileika mannlífsins, vera sýnileg í borginni og teygja sig jafnframt út fyrir borgarmörkin.

  Í ár fá Menningarkorthafar 20% afslátt á þrjá spennandi viðburði á hátíðinni:

  New Worlds - Bill Murray. 14. og 15. júní. Harpa - Eldborg

  Ógleymanleg kvöldstund með kvikmyndaleikaranum Bill Murray og þremur afburða klassískum hljóðfæraleikurum. Stórskemmtileg blanda af sígildri tónlist, úrvals bókmenntatextum og sönglögum í lifandi flutningi leikarans Bill Murray og félaga.

  Flor de Toloache. 2. júní. Harpa - Silfurberg

  Handhafi Latin Grammy verðlaunanna og fyrsta mariachihljómsveit New York borgar sem eingöngu er skipuð konum. Hljómsveitin býður upp á framsækna, fjölbreytta og ferska nálgun á mexíkóska þjóðlagatónlist.

  Kindurnar Corpus (Can). 9. og 10. júní. Veröld - Hús Vigdísar

  Ferðist yfir í furðulegan og bráðfyndinn heim með kanadíska danshópnum Corpus sem gefur ykkur úthugsað og súrrealískt yfirlit yfir hegðun kinda.

  *Miðar á þessum kjörum eru seldir gegn framvísun Menningarkorts í Hörpu (New Worlds og Flor de Toloache) og á skrifstofu tix.is, Ránargötu 18 (Kindurnar Corpus (Can))

  Nánari upplýsingar um viðburðina má nálgast á http://www.listahatid.is/vidburdir  

  2 fyrir 1 á Ásmundarsafn í maí

  Í maí fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á Ásmundarsafn.

  Ásmundarsafn er helgað verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar (1893-1982). Safnið er til húsa í einstæðri byggingu sem var heimili og vinnustofa listamannsins. Húsið hannaði hann sjálfur og ánafnaði Reykjavíkurborg ásamt stóru safni listaverka sinna eftir sinn dag. Í garðinum er að finna mörg verk Ásmundar. Þar getur nú að líta tvær sýningar:

  List fyrir fólkið: Yfirlitssýning á verkum Ásmundar þar sem sjónum er beint að öllum ferli listamannsins allt frá námi til síðustu ára hans.

  Innrás II: Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter leikur sér með andstæður, fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og afkáranleika. 

  Þjóðminjasafn Íslands: Föst fríðindi.

   

  Þjóðminjasafn Íslands veitir handhöfum Menningarkorts 20% afslátt allan ársins hring.

  Meginhluti safnhússins við Suðurgötu hýsir grunnsýningu safnsins: Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Þar eru einnig til húsa fjölbreyttar sérsýningar sem varpa ljósi á mismunandi hliðar sögu okkar og menningar fyrr og nú.

  Safnahúsið við Hverfisgötu 15 er hluti af Þjóðminjasafni Íslands. Þar stendur nú yfir sýningin Sjónarhorn sem er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns-háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns.

   

  Upplýsingar um sýningar Þjóðminjasafns Íslands má nálgast á www.thjodminjasafn.is

  Vor í Árbæ - gríptu með þér gest!

  2 fyrir 1 á Árbæjarsafn

  Reykjavík eins og hún var í gamla daga: Í apríl geta Menningarkorthafar tekið með sér gest á Árbæjarsafn.

  Árbæjarsafn er útisafn með 30 sögulegum byggingum sem mynda torg, þorp og sveit.  Þar er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma. Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð góð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Á Árbæjarsafni finna allir eitthvað við sitt hæfi.

   

  Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast á www.borgarsogusafn.is

  Reykjavík Dance Festival 20% afsláttur

  Reykjavík Dance Festival býður korthöfum 20% afslátt af þremur viðburðum á Únglingurinn í Reykjavík. Þeir eru: Hlustunarpartý, Allar mínar systur og Les Coquettes.*

   

  Únglingurinn í Reykjavík er sérstök fjögurra daga dans- og sviðslistardagskrá full af hinu óvænta og nýjum upplifunum. Komdu með opinn huga, opið hjarta og hungur í það að skemmta þér - þú munt ekki sjá eftir því.

  Og þú veist aldrei, þessi upplifun gæti breytt lífi þínu, eða að minnsta kosti umbreytt heiminum í kringum þig - beint fyrir framan þig.

  Nánar um dagskrá hátíðarinnar á http://www.reykjavikdancefestival.com

   

  *Miðar á þessum kjörum eru seldir á skrifstofu Tix Ránargötu 18. 

  Secret Solstice: 20% afsláttur af tveimur hátíðarpössum fyrir korthafa

  Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í fimmta skipti dagana 21. til 24. júní næstkomandi. Á þeim fjórum dögum sem hátíðin stendur yfir koma fram hvoru tveggja þekkt tónlistarfólk og spennandi, upprennandi listamenn. Þrátt fyrir að vera ung að árum hefur hátíðin þegar stimplað sig inn í glæstan hóp menningarviðburða á Íslandi. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að upplifa þennan einstaka viðburð í miðnætursólinni. Hátíðin hefur hlotið alþjóðlegt lof fyrir ómótstæðilega dagskrá fyllta af því besta sem finnst í íslenskri tónlistarmenningu ásamt alþjóðlegum stjörnum með fulltrúa frá öllum tónlistarstefnum.

  Hátíðin býður Menningarkorthöfum 20% afslátt af tveimur hátíðarpössum.* Miðar á þessum kjörum eru seldir í gegnum tölvupóst á info@secretsolstice.is , vinsamlega takið fram nafn og gildistíma á korti í póstinum.

  *Tilboðið gildir til 2. maí og takmarkaður fjöldi miða er í boðið.

  2 fyrir 1 á Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi

  2 fyrir 1 á Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi

  Í mars geta Menningarkorthafar tekið með sér gest í Hafnarhús þar sem getur að líta þrjár sýningar:

  Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku opnaði nýlega í Hafnarhúsi. Sýningin er sett upp í tilefni þess að í ár eru 100 ár liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi frá Dönum. Til að minnast þeirra tímamóta hefur Listasafn Reykjavíkur boðið valinkunnum dönskum listamönnum að sýna í safninu. Gestir fá innsýn í þær hræringar og þá miklu gerjun sem átt hefur sér stað í danskri myndlist í nýjum verkum frá frændum okkar og fyrrum herraþjóð Íslendinga.

  Því meira því fegurra er sýning á verkum Errós þar sem varpað er sérstöku ljósi á verk listamannsins sem byggjast á ofgnótt og ofmettun.

  D32 Páll Haukur Björnsson: Heildin er alltaf minni en hlutar hennar. Einhverskonar landslag er að finna á sýningunni, mótað af mismunandi skúlptúragerð. En hvað er skúlptúr? Hvað myndar mörk staks hlutar og samband hans við annað? Páll Haukur Björnsson hefur áhuga á að skoða þessar spurningar í gegnum skúlptúragerð.

  Menningarkort Reykjavíkur gildir einnig inn á leiðsagnir og viðburði hjá safninu nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar um dagskrá safnsins má finna á www.listasafnreykjavikur.is

  Tjarnarbíó - tilboð á sýninguna SOL

   

  Vinir okkar í Tjarnarbíó bjóða Menningarkorthöfum miðann á hina mögnuðu sýningu SOL á 2.900 kr.

  Ath. lokasýningar:

  Fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.30
  Laugardaginn 10. febrúar kl. 20.30
  Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20.30

  Hafið samband við miðasölu Tjarnarbíós í s: 527-2100 eða á midasala@tjarnarbio.is til að nýta ykkur þetta frábæra tilboð.

  Nánar um sýninguna á www.tjarnarbio.is

   

  Sónar Reykjavík 15% afsláttur af miðaverði fyrir korthafa

  Tónlistahátíðin Sónar fer fram dagana 16. og 17. mars í Hörpu. Rúmlega fimmtíu listamenn og hljómsveitir munu koma fram á fjórum sviðum, m.a. í sitjandi umhverfi Kaldalóns og í bílakjallara hússins. 

  Menningarkorthafar fá 15% afslátt ef keyptir eru tveir miðar. Miðar á þessum kjörum eru seldir á skrifstofu midi.is, Skaftahlíð 24, gegn framvísun Menningarkorts. Athugið að takmarkaður miðafjöldi er í boði.

  Upplýsingar um dagskrá má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar www.sonarreykjavik.com 

  Stockfish 25% afsláttur af hátíðarpassa

  Kvikmyndahátíðin Stockfish verður haldin í fjórða sinn í Bíó Paradís dagana 1. til 11. mars.

  Stockfish er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum. Markmið hennar er að styrkja og efla kvikmyndagerðafólk á Íslandi með metnaðarfullri fagmessu og bjóða almennum áhorfendum að upplifa það besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð.

  Eins og undanfarin ár verða alþjóðlegar kvikmyndir í heimsklassa sýndar og von er á fjölda erlendra og íslenskra kvikmyndagerðamanna. 

  Menningarkorthafar fá 25% afslátt af hátíðarpassa gegn framvísun korts í miðasölu Bíó Paradís. 

  Upplýsingar um dagskrá og opnun miðasölu má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar www.stockfishfestival.is 

   

  2 fyrir 1 á Landnámssýninguna í febrúar fyrir korthafa

  Í febrúar geta korthafar boðið gesti með sér á Landnámssýninguna Aðalstræti 16.

  Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Margmiðlunartækni er notuð til að skýra byggingarlag húsa á víkingaöld og hægt er að skyggnast inn í skálann með hjálp tækninnar og sjá hvernig lífi heimilisfólksins var háttað. 

  Við minnum á að Menningarkorthafar fá 10% afslátt í safnbúð okkar á Landnámssýningunni sem og öðrum Safnbúðum Reykjavíkur. 

  Nánar um Landnámssýningu á www.borgarsogusafn.is 

  Íslenska óperan - tilboð á Brothers

  Íslenska óperan mun sýna óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 9. júní 2018.

  Sýningin er meðal helstu viðburða á Fullveldisafmæli Íslands 2018.

  Óperan BROTHERS  fjallar um stríð, bræðralag og ástir og er byggð á samnefndri verðlaunakvikmynd eftir Susanne Bier.

  Óperan sem er fyrsta ópera tónskáldsins, var frumsýnd 16. ágúst 2017 hjá Den Jyske Opera  í Árósum og hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda sem voru samdóma um að verkið væri mikið meistaraverk og gáfu sýningunni fullt hús stiga.

  Leikstjóri uppfærslunnar er danski leikstjórinn Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden óperuhússins í London. 

  Íslenska óperan setur upp sömu uppfærslu en flytjendur í Eldborg verða flestir íslenskir.

  Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér upp á betra verð út janúarmánuð en miða er hægt að nálgast hér: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/5152/

  Tjarnarbíó - sértilboð á barnasýninguna Íó

  Tjarnarbíó býður Menningarkorthöfum miðann á 2000 kr. á margrómuðu barnasýninguna Íó.

  Íó er ljóðræn sýning um sorgarferli. Sýningin er sjónræn sviðsetning á innra ferðalagi barns. Á ferðalaginu takast Hafrún og hvíti hrafninn Íó á við mögnuð öfl sem búa innra með okkur og eru jafn ómissandi og tunglið sem lýsir okkur nóttina. Íó er þroskasaga um hugrekki, vináttu, missi og leit að jafnvægi milli ljóss og myrkurs.

  * Sýningin er ætluð börnum frá 6 ára aldri

  Miðapantanir fara fram í gegnum midasala@tjarnarbio.is

  Kynnið ykkur sýninguna nánar inná tjarnarbio.is

  Janúartilboð til korthafa: 2 fyrir 1 á Ljósmyndasafn Reykjavíkur

  Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíðin mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi.

  Á safninu eru nú varðveittar um sex milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Þar eru settar upp á annan tug sýninga ár hvert.

  Sýning Jack Latham - Mál 214 stendur yfir í Grófarsal safnsins til 14. janúar. Sýningin fjallar um eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálið. 

  Þann 20. janúar opnar samsýningin "Þessi eyja jörðin" en sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Á henni beina fimm ljósmyndarar búsettir á Íslandi sjónum að náttúrunni. Hver listamaður beitir afar persónulegri aðferð sem skapar fjölbreytni í myndbyggingu og áferð verkanna á sýningunni. Verkin, sem bæði eru ljósmyndir og myndbönd, eiga það sameiginlegt að vera prófsteinar á veruleikaskynjun okkar þegar kemur að myndheimi náttúru og landslags. 

  Myrkir músíkdagar 25.-27.janúar - 20% afsláttur af miðaverði

  Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá miða á tónlistarhátíðina Myrkir músíkdagar 2018 á 20% afslætti. Hátíðin er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980, og er lögð áhersla á samtímatónlist frá íslenskum jafnt sem erlendum flytjendum og tónskáldum. Hátíðin fer fram í Hörpu og á öðrum minni tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur. Meðal flytjenda eru Kammersveit Reykjavíkur, Caput Ensemble, Nordic Affect, Trondheim Sinfonietta og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nánari upplýsingar um dagskrána má náglast á www.myrkir.is

  Hægt er að kaupa passa, miða á staka viðburði sem og klippikort er gildir á fimm viðburði. Hátíðarpassi gildir á opnunartónleika Sinfóníunnar en einnig er hægt að kaupa staka miða á þann viðburð. Athugið að afsláttur gildir ekki á staka miða á opnunartónleika.

  Hægt er að nálgast miða á þessum kjörum á skrifstofu tix.is að Grjótagötu 7 gegn framvísun Menningarkorts.

  Tveir fyrir einn á öll söfn Reykjavíkurborgar í desember

  Í desember fá korthafar tveir fyrir einn á öll söfn Reykjavíkurborgar og því tilvalið að bjóða gesti með sér í safnaferð á aðventunni. 

  Listasafn Reykjavíkur er leiðandi listasafn á Íslandi staðsett í þremur aðskildum byggingum miðsvæðis í borginni. Í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafn. Þar eru reglulega sýningar á verkum eftir þrjá af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson.

  Safnið býður jafnframt upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er einnig vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk.

  Borgarsögusafn Reykjavíkur er eitt safn á fimm einstökum stöðum og er næststærsta safn landsins á eftir Þjóðminjasafni Íslands.

  Sýningastaðir safnsins eru í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík* og Viðey.

  Fjöldi viðburða eru í boði í desember og t.a.m. er jóladagskrá Árbæjarsafns orðinn ómissandi hluti af aðventunni í borginni enda leitun að stað sem er eins notalegt og skemmtilegt að heimsækja á þessum tíma árs.

  Fjöldi viðburða verður í Menningarhúsum Borgarbókasafnsins í desember og að venju fá Menningarkorthafar frítt bókasafnsskírteini gegn framvísun kortsins. 

  *Sjóminjasafnið í Reykjavík er lokað tímabundið þar sem verið er að skipta um grunnsýningu. Í desember verður þó hægt að fara í leiðsagnir um borð í Óðni. 

  Everybody's Spectacular 15.-19. nóvember: 20% afsláttur af miðaverði*

  Árleg sviðslistahátíð sem blásið er til af Lókal og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin er einstakur vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu straum og stefnur í sviðslistum. Dagskráin teygir sig yfir fimm daga, frá miðvikudegi til sunnudags, og er sem fyrr þéttskipuð og afar fjölbreytt. Boðið verður upp á frumsýningar á íslenskum verkum eftir marga af framsæknustu sviðslistamönnum landsins, í bland við ný verk virtra listamanna. Einnig verða bráðnauðsynlegar umræður um listina og lífið, vinnustofur og aðrir viðburðir sem eiga við á þeirri mögnuðu stund þegar glugginn inn í hina litríku veröld sviðslistamanna opnast upp!

  Frábærar sýningar, spennandi umræður,  vinnustofur og partístuð! Nánar á http://www.spectacular.is/

  Korthafar fá 20% afslátt af miðaverði* gegn framvísun Menningarkorts á skrifstofu tix.is Grjótagötu 7, þar sem miðasala opnaði 23. október, og á skrifstofu hátíðarinnar sem opnar þann 14. nóvember í Iðnó og verður opin frá 13 - 18 á meðan á hátíðinni stendur.

  *Gildir um allar sýningar fyrir utan No Tomorrow og Hún pabba sem sýndar eru í Borgarleikhúsinu, auk The Brogan Davison Show. 

  2 fyrir 1 í Hafnarhús í nóvember

  Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt upprennandi hæfileikafólk. Húsið er jafnframt heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins.

  Í nóvember gefur að líta þrjár sýningar í Hafnarhúsi:

  Erró: Því meira því fegurra:

  Á sýningunni er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Yfir 30 verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur - málverk, klippimyndir og kvikmyndir - sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

  Stór Ísland:

  Sýnd eru verk sjö listamanna frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Danmörku, sem búið hafa og starfað á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Orðið "stór" í heiti sýningarinnar vísar til þess fjölbreytileika sem hefur gert sig heimkominn á listasviðinu á Íslandi í marga áratugi. Listamennirnir fengu frjálsar hendur við að velja hvaða verk þeir vildu sýna og áhrifin gætu orðið eitthvað í líkingu við að heyra nokkur móðurmál töluð í einu.

  D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður:

  Náttúrunni í Garði Önnu Rúnar hefur verið umbreytt. Hún tekur á sig ófyrirséðar myndir þegar ólík efni mætast og finna sér sinn eigin farveg innan rammans sem sýningin býður upp á. Umbreytingaferlið verður áhorfendum ljóst og verkin verða síbreytileg í efnislegum gjörningi. 

  Fyrirlestur um eitthvað fallegt - tveir fyrir einn

  Nýtt gamanleikrit um kvíðakast aldarinnar eftir leikhópinn SmartíLab sem slegið hefur í gegn. Tjarnarbíó býður 2 fyrir 1 á miðum laugardaginn 14. október kl.20:30. Tryggið ykkur miða í gegnum midasala@tjarnarbio.is

  Fylgdu hlekknum til að sjá brot úr verkinu https://drive.google.com/…/0B_QYmsB6hKc9Z1QyM2prMlF6aTQ/view

  Október: Tveir fyrir einn á Kjarvalsstaði

  Menningarkorthafar: Grípið með ykkur gest á Kjarvalsstaði í október.

  Kjarvalsstaðir voru teknir í notkun árið 1973 og er fyrsta byggingin hér á landi sem var sérstaklega hönnuð fyrir myndlistasýningar. Í safninu eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) ásamt sýningum á málverkum og skúlptúrum eftir kunna innlenda og erlenda meistara nútímalistar. Þar er jafnframt upplagt að njóta útsýnis út á Klambratún og ljúffengra veitinga á kaffihúsinu sem gengið hefur í gegnum viðamiklar endurbætur. 

  Í október getur að líta tvær sýningar á Kjarvalsstöðum:

  Kjarval - lykilverk

  Fjölmörg listaverka Kjarvals eru vel þekkt en ætíð er tækifæri til að endurnýja kynnin út frá nýjum viðhorfum og því ólíka samhengi sem tímans rás færir verkunum.

  Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér.

  Anna Líndal - Leiðangur

  List Önnu Líndal er marglaga og samsett. Þetta á jafnt við um myndefni hennar, viðfangsefni verka og merkingu þeirra sem hina sjónrænu framsetningu þessara þátta. Í innsetningum hennar má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjáum sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða og undanfarin ár hafa þættir vísindalegra rannsókna og skrásetningar orðið æ fyrirferðameiri.

  Verkefni Önnu Líndal hafa oftast samfélagslega skírskotun, beina tengingu við staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning. Hún skoðar fyrirbæri sem alla jafna eru okkur hulin og rannsakar afmarkaða atburði til að varpa ljósi á heild. 

  Iceland Airwaves 20% afsláttur af hátíðarpössum!

  Iceland Airwaves fer fram í Reykjavík dagana 1. - 5. nóvember 2017. Handhöfum Menningarkorts býðst að kaupa tvo passa á hátíðina með 20% afslætti. Miðarnir verða seldir á skrifstofu tix.is Grjótagötu 7, frá 18. til 25. september gegn framvísun Menningarkorts.*

  Síðasta hátíð þótti takast einstaklega vel, gestir skemmtu sér konunglega um allan bæ og komust færri að en vildu. Í kringum 200 listamenn munu koma fram á hátíðinni sem verður haldin víðsvegar um borgina og á Akureyri. Allar nánari upplýsingar á http://icelandairwaves.is/ 

   

  Takmarkaður fjöldi passa er í boði og 18 ára aldurstakmark er á viðburðinn. 

  Tilboð á Tjarnarkorti í september

  Einstakt tilboð á Tjarnarkortum fyrir handhafa Menningarkorts í september! Tjarnarkortið er klippikort sem ekki er bundið við eitt nafn eða sérstakar sýningar. Því er hægt að nota það á marga vegu; kaupa eitt fyrir alla fjölskylduna, gefa í gjöf eða bjóða vinum með. Að auki veitir hvert klippikort 15% afslátt af öllum veitingum Tjarnarbarsins.

  Besta og hagkvæmasta leiðin til að njóta spennandi leikárs í Tjarnarbíó!

  Sérkjör til korthafa í september:
  Fjögurra sæta kort; 11.000 kr.
  Tíu sæta kort; 22.000 kr.
  Barnakort fjögur sæti; 8.500 kr.

  Hafið samband við miðasölu Tjarnarbíós til að nýta ykkur tilboðið

  Kynnið ykkur fjölbreytta dagskrá vetrarins í Tjarnarbíó hér: https://issuu.com/konseptreykjavik/docs/tjarnarbio_17_18

   

  RIFF 20% afsláttur af hátíðarpössum*

  RIFF - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík - verður haldin í fjórtánda sinn frá 28. september til 8. október 2017. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur geta keypt tvo passa á hátíðina með 20% afslætti. 

  Hátíðin er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður sem haldinn er á Íslandi. Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og ljósmyndasýningar, og sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði - t.d. í sundi eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni!

  *Takmarkaður miðafjöldi í boði. Miðasala hefst 15. september. Miðar afgreiddir gegn framvísun Menningarkorts á skrifstofu RIFF að Laugarvegi 116. 

  Nánari upplýsingar um RIFF má nálgast á www.riff.is 

   

  September: Tveir fyrir einn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur

  Ljósmyndasafn Reykjavíkur: 2 fyrir 1 fyrir korthafa í september.

  Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíð og nútíð mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu-, félags, og menningarlegu samhengi. Í september gefur þar að líta þrjár sýningar:

  Sýning Jack Latham - Mál 214 opnar þann 16. september kl. 15.00

  Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. Breski ljósmyndarinn Jack Latham hefur beint linsunni að fólki og stöðum sem koma við sögu í margvíslegum frásögnum af því hvað varð um Guðmund og Geirfinn. Ljósmyndir Lathams ásamt efnivið úr upprunalegu lögreglurannsókninni gegna hlutverki bæði raunverulegra og ímyndaðra minninga.

  Melankólía er yfirskrift sýningar á verkum Laufeyjar Elíasdóttur í Skoti Ljósmyndasafn Reykjavíkur:

  "Einu sinni var stelpa sem varð sorgmædd og gerði alla aðra svo sorgmædda í kringum sig að sorgin ríkti. Allt í einu var hún komin með ljósmyndavél í hendurnar og farin að taka myndir af alls konar fólki sem gerði út á að hafa andlit. Og þá sást sorgin í andliti þeirra, kannski bara augnkrók eða vipru, einni hrukku, augnlokinu, eða handarbaki. Og þannig hafði listin tekið að sér sorgina og þá þurfti enginn að vera sorgmæddur lengur, og þá var hægt að skoða sorgina, hvaðan hún var ættuð, á hvaða leið hún var og framar öllu, ástina í henni, eða hvað sorgin hafði elskað.

  Sýning Sigurgeirs Sigurjónssonar Umbreyting stendur til og með 10. september.

  Umbreyting byggir á nýrri bók Sigurgeirs sem hann er nú með í vinnslu. Í fyrri verkum Sigurgeirs hefur hann einkum beint auganu að náttúru Íslands og íbúum þess. En nú kveður við annan tón og sýna myndirnar breytingar á umhverfi, hvort sem er í borginni eða sveitum landsins. Þegar upp er staðið er þetta allt landslag eins og Sigurgeir segir sjálfur.

  Sigurgeir er að sönnu einn fremsti og afkastamesti ljósmyndari landsins og verk hans hafa ratað víða. 

   

  Ágúst: Tveir fyrir einn á Sjóminjasafnið í Reykjavík

  Sjóminjasafnið í Reykjavík

  2 fyrir 1 fyrir korthafa í ágúst

  Sjóminjasafnið í Reykjavík er staðsett við Grandagarð í húsnæði sem áður hýsti Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hlutverk þess er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur. Tvær sýningar eru nú yfirstandandi á safninu auk þess sem varðskipið Óðinn liggur þar við bryggju og er hluti af safnkosti þess.

  Fastasýning Sjóminjasafnsins heitir; Frá örbirgð til allsnægta og lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum Íslendinga og vinnslu aflans. Sagt er frá árabátaútgerð landsmanna og þar er hægt að sjá árabátinn Farsæl, sem er fjögurra manna far og smíðaður skömmu eftir aldamótin 1900. Tómthúsarlífinu og skreiðarverkum fyrri tíma eru gerð skil á lifandi hátt og á sýningunni er einnig sterk tilvísun til Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR).

  Sýningin Þorskastríðin fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Saga þorskastríðanna er rík og margslungin. Í henni koma við sögu fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands eða strákarnir okkar, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, sum lítt þekkta.

  Leiðsagnir um varðskipið Óðinn daglega kl. 13.00, 14.00 og 15.00.

  Varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu og um leið ein helsta sýning safnsins. Boðið er upp á þrjár fastar leiðsagnir daglega og er skipið opið gestum á hátíðisdögum. Í leiðsögn er gengið í gegnum skipið, sagt frá sögu þess, lífinu um borð og því hlutverki sem það gegndi hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hver leiðsögn tekur tæplega klukkustund.

  Allar upplýsingar um sýningar og viðburði í Sjóminjasafni Reykjavíkur má nálgast á www.borgarsogusafn.is

  Bíó Paradís: 2 fyrir 1 á allar sýningar í júlí

  Í júlí býður Bíó Paradís Menningarkorthöfum 2 fyrir 1 á allar sýningar.

  Bíó Paradís sýnir áhugaverðar nýjar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda, erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og strendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum.

  Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu, áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna.

  Nánari upplýsingar um dagskrá Bíó Paradís má finna á https://bioparadis.is 

   

   

  2 fyrir 1 í Hafnarhús í júlí

  Í júlí geta Menningarkorthafar boðið gesti með sér í Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi.

  Hafnarhús er um þessar mundir undirlagt af sýningu Ragnars Kjartanssonar "Guð hvað mér líður illa." Um er að ræða fyrstu safnsýningu Ragnars á heimavelli eftir sigurför á erlendri grundu á undanförnum árum.

  Listasafn Reykjavíkur er stolt af að bjóða upp á þessa margbrotnu sýningu og veita þannig innsýn inn í hinn margbrotna heim sem Ragnar hefur skapað í áranna rás. Mörg verkanna hafa aldrei verið sýnd á Íslandi áður. Á það sérstaklega við um sum af nýlegri verkum Ragnars sem hafa leikið lykilhlutverk í að tryggja honum sess í alþjóðlega listaheiminum. Enn fremur eru sýnd athyglisverð eldri verk sem sjaldan eru til sýnis.

  Sýningarstjórinn Andrés Þór Andrésson segir að "verk Ragnars afhjúpi að hve miklu leyti við sköpum stöðugt raunveruleikann í kringum okkur, og leikræn nálgun hans minnir okkur á ánægjuna sem við megum leyfa okkur að njóta við þá sköpun."

  Nánari upplýsingar um dagskrá Hafnarhúss í júlí má nálgast á heimasíðu safnsins á http://listasafnreykjavikur.is/vidburdir

  Reykjavík Midsummer Music - 20% afsláttur fyrir korthafa

  Reykjavík Midsummer Music er margverðlaunuð tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu. Hún verður haldin í sjötta sinn dagana 22. til 25. júní.

  Tónlistarhátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af hápunktum tónleikaársins þar sem allt kemur saman, úthugsað verkefnaval, listrænn metnaður, skemmtilegt andrúmsloft og ærslafull spilagleði.

  Í ár státar hátíðin af nokkrum af fremstu tónlistarmönnun klassíska heimsins. Fiðluvirtúósarnir Vidle Frange og Sayaka Shoji verða meðal gesta. Einn af dáðustu víóluleikurum heims, Maxim Rysanov og tveir af fremstu sellóleikurum sinnar kynslóðar, Nicolas Alstaedt og István Vardai, auk norska víólumeistaranum Lars Anders Tomte, hollenska fiðluleikaranum Rosanne Philippens og franska píanóleikaranum Julien Quentin. Öll taka þau þátt ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni.

  Korthafar fá 20% afslátt af miðaverði gegn framvísun Menningarkorts í miðasölu Hörpu. 

  Ásmundarsafn: 2 fyrir 1 fyrir korthafa í júní

  Í júní geta korthafar boðið með sér gesti á Ásmundarsafn sér að kostnaðarlausu.

  Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og var formlega opnað árið 1983. Safnið er til húsa í einstæðri byggingu sem var heimili og vinnustofa listamannsins. Í Ásmundarsafni er ávallt sýning á verkum Ásmundar sem ánafnaði Reykjavíkurborg stóru safni listaverka sinna auk byggingarinnar eftir sinn dag. Þá eru reglulega haldnar sýningar á verkum annarra listamanna í safninu sem hafa gjarnan vísun í list Ásmundar.

  Ásmundur var einn af frumkvöðlum höggmyndalistar hér á landi og hannaði bygginguna að mestu leyti sjálfur á árunum 1942-59. Hann byggði m.a. bogalaga byggingu aftan við húsið sem var bæði hugsuð sem vinnustofa og sýningarsalur. Arkitektinn Mannfreð Vilhjálmsson hannaði síðar viðbyggingu sem tengir aðalhúsið og bogabygginguna saman. Formhugmyndir hússins eru sóttar til Miðjarðarhafsins í kúluhús araba og píramída Egyptalands. Í garðinum við safnið er að finna mörg verk Ásmundar sem hafa verið stækkuð eða unnin sérstaklega til að standa utandyra.

  Þann 20. maí opnaði á safninu ný yfirlitssýning á verkum Ásmundar: List fyrir fólkið. Á henni er sjónum beint að öllum ferli listamannsins, allt frá tréskurðarnámi hjá Ríkharði Jónssyni og til síðustu ára listamannsins. Við sama tækifæri kom út vegleg bók sem varpar ljósi á feril Ásmundar og stöðu hans í íslenskri listasögu út frá ólíkum sjónarhornum.

  Reglulega er boðið upp á leiðsagnir um sýninguna. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins. www.listasafnreykjavikur.is/asmundarsafn 

  Tjarnarbíó - sértilboð á tvær sýningar í maí

  Í maí verður sértilboð fyrir korthafa á tvær sýningar hjá Tjarnarbíó. Einnig minnum við á að korthafar njóta fastra fríðinda hjá Tjarnarbíó allt árið um kring. 

  Á eigin fótum ný íslensk Bunraku brúðusýning eftir leikhópinn Miðnætti í samstarfi við Lost Watch Theatre. Í samhengi við stjörnurnar - sló í gegn á West End og á Broadway. 

  MIðaverð fyrir korthafa - 2000 kr. á Á eigin fótum og 2900 kr. á Í samhengi við stjörnurnar. 

  Á eigin fótum er falleg, fræðandi og fjörug sýning ætluð börnum frá tveggja ára aldri og fjölskyldum þeirra. Sýningin fjallar um Ninnu, sex ára uppátækjasama stelpu sem send er ein í afskekkta sveit sumarlangt. Nýju heimkynnin eru framandi en með forvitni og hugrekki eignast hún nýja vini og lærir að standa á eigin fótum. Tónlistin í verkinu er frumsamin og í lifandi flutningi. Sýningin er 40 mínútur að lengd og við bætist leikstund þar sem tækifæri gefst til að hitta brúðuna, leikara, taka myndir og skoða leikmyndina.

  Í samhengi við stjörnurnar- frumsýnt 19. maí

  Hverri ákvörðun fylgja óendanlegir möguleikar og ein leið getur útilokað aðra. Leikritið Í samhengi við stjörnurnar kom öllum á óvart með einlægni sinni og frumleika og sló í gegn á West End í London og á Broadway í New York. 

  Tjarnarbíó - föst fríðindi: 20% afsláttur af almennu miðaverði fyrir korthafa.

  Tjarnarbíó er staðsett í hjarta Reykjavíkur og er heimili sjálfstæðra sviðslista. Þar er starfrækt miðstöð sköpunar með vinnuaðstöðu fyrir listamenn ásamt hlýlegu kaffihúsi, með glæsilegum bar, sem opið er þegar viðburðir eru í gangi. 

   

  Landnámssýningin: 2 fyrir 1 fyrir korthafa

  Í maí fá korthafar 2 fyrir 1 á Landnámssýninguna Aðalstræti 16. 

  Sýningin fjallar um landnám á víkingaöld og er miðpunktur hennar rúst skála frá 10. öld. Skálinn fannst árið 2001 þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu og varðveitt er í sinni upprunalegu mynd. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000 en norðan við hann er veggjabútur sem er ennþá eldri, eða síðan fyrir 871 og er hann meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi. 

  Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Sýndir eru munir sem fundist hafa við fornleifauppgröft í miðbæ Reykjavíkur og margmiðlunartækni notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni.

  Hljóðleiðsagnir eru í boði á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og norsku. 

  Sjóminjasafnið í Reykjavík: 2 fyrir 1

  Í apríl býðst korthöfum 2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík. 
   
  Hlutverk safnsins er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa
  fyrir sögu Reykjavíkur. Tvær sýningar eru í gangi hjá Sjóminjasafninu í Reykjavíkur. Frá örbirgð til allsnægta er fastasýning safnins. Hún lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum Íslendinga og vinnslu aflans. Sýningin Þorskastríðin, For Cod´s Sake fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958–1976.
   

  Tjarnarbíó: 2 fyrir 1 á tvö leikverk

  Tjarnarbíó býður korthöfum 2 fyrir 1 á tvö leikverk hjá leikhúsinu. Korthafar geta sótt miðana í miðasölu Tjarnarbíós gegn framvísun kortsins. Senda þarf fyrst tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is og taka frá miða. 
   
  Þórbergur - 17. og 24.mars
  Þórbergur er ný íslensk leikgerð um einn ástsælasta rithöfund þjóðarinnar, Þórberg Þórðarson. Hún er að unnin upp úr viðtalsbókinni, Í kompaníi við allífið og Bréfi til Sólu ásamt fleiri bókum.
   
   
  Sóley Rós ræstitæknir - 19. og 25. mars
  Leikverkið hefur verið sýnt um tíma í Tjarnarbíó og hlotið einróma lof gagnrýnenda. 
   
  „Saga sem bætir heiminn“ J.S.J. Kvennablaðið
   
  „Sólveig túlkar sársauka Sóleyjar Rósar af sterkri innlifun sem lætur engan ósnortinn“ S.B.H. Morgunbl
   
  „Hún [Sóley Rós] smýgur okkur í hjartastað, afsakið væmnina… Glímu hennar við heilbrigðiskerfið ættu allir starfsmenn þess að kynna sér og allar konur og karlar.“ M.K. Víðsjá á Rás 1.
   
   

  Secret Solstice: 20% afsláttur af tveimur hátíðarpössum fyrir korthafa

  Tónlistarhátíðin Secret Solstice er einn af samstarfsaðilum Menningarkorts Reykjavíkur. Hátíðin býður korthöfum 20% afslátt af tveimur hátíðarpössum til 14. apríl gegn framvísun kortsins á skrifstofu Tix.is, Grjótagötu 7, 101 Reykjavík. Takmarkaður miðafjöldi er í boði svo gott er að hringja fyrst á skrifstofuna og athuga hvort að miðar séu ennþá til. Simi hjá Tix.is er 5513800 og er opið virka daga á milli 9 og 16.

  Secret Soltice hátiðin verður haldin hátíðlega í Reykjavík 16. - 18. júní næstkomandi. 

  Þetta er í fjórða skiptið sem Secret Solstice hátíðin er haldin og hefur nú þegar stimplað sig inn í glæstan hóp árlegra tónlistar- og menningarviðburða á Íslandi.  Fólk ferðast hingað frá ólíkum menningarheimum til þess að dáleiðast af fögrum tónum í miðnætursólinni. Hátíðin hefur hlotið alþjóðlegt lof fyrir ómótstæðilega dagskrá fyllta af rjómanum af íslenskri tónlistarmenningu ásamt alþjóðlegum stjörnum frá öllum tónlistarstefnum.

  Það má með sanni segja að hátíðin höfði til allra hvort sem þú þráir að dansa í miðnætursólinni við tóna hinnar einu sönnu Diskó Dívu;  Chaka Khan, eða hlýða á goðsagnakendar rokkstjörnur á borð við Foo Fighters og Richard Ashcroft, nú eða sleppa þér lausum við The Prodigy!

  2 fyrir 1 á Listasafn Reykjavíkur

  Í mars geta korthafar boðið vini með sér í öll hús Listasafns Reykjavíkur. Sýningar í safninu eru gríðalega fjölbreyttar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Á Kjarvalsstöðum opnar  sýningin Dæmisögur: Vöruhönnun á 21.öld  þann 4. mars  en þar verða verkefni íslenskra vöruhönnuða til sýnis. Einnig opnaðu nýlega ný sýning á verkum Erró Því meira, því fegurra í Hafnarhúsi. 

  Sjá nánar um viðburði og sýningar á Listasafni Reykjavíkur á vef safnsins - www.listasafnreykjavikur.is

  25% afsláttur af hátíðarpassa á Stockfish

  Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23.febrúar - 5. mars í Bíó Paradís. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 25% afslátt af hátíðarpassa  gegn framvísun kortsins í miðasölu Bíó Paradísar.

  Stockfish er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem er haldin í samvinnu við Bíó Paradís og öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin nýtur því góðs af breiðri samstöðu fagfólks og stofnana í kvikmyndageiranum. 

  Markmið hátíðarinnar er að styrkja og efla kvikmyndagerðarfólk á Íslandi í störfum sínum með metnaðarfullri fagmessu og skapa raunveruleg tengsl við samstarfsfólk þess á erlendum vettvangi. Í forgrunni á hverri hátíð er efling tengsla við alþjóðlegan kvikmyndaiðnað þar sem skapast spennandi samstarfstækifæri og vera þannig íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Auk þess býður hátíðin almennum áhorfendum að upplifa það besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Í stuttu máli er markmið hátíðarinnar að þjóna samfélaginu sem hún sprettur úr.

  Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef hátíðarinnar.  

  15% afsláttur af miðaverði á Reykjavík Folk Festival

  Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 2.-4. mars 2017. Hátíðin býður korthöfum 15% afslátt af hátííðarpassa og af stökum kvöldum við hurð. 

  Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins. Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og verður ekkert til sparað við að skapa notalega og einlæga stemmningu og ógleymanlega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar.

  Þeir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru; Sigurður Guðmundsson, Helena Eyjólfs, Hljómsveitin Eva,  RuGl, Tómas R. Einarsson, Hljómsveitin Eva, Ösp Eldjárn, Markús Bjarnason, Svavar Knútur, Umbra Ensemble, Þrír, Marteinn Sindri, KÓRUS og Svavar Knútur.

  Ljósmyndasafn Reykjavíkur: 2 fyrir 1

  Í febrúar býðst korthöfum 2 fyrir 1 á Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

  Við bjóðum Ljósmyndasafn Reykjavíkur velkomið í hóp aðildarsafna Menningarkorts Reykjavíkur. Af því tilefni geta korthafar boðið með sér vini á Ljósmyndasafnið í febrúar. Nýlega opnaði sýning á verkum Jóhönnu Ólafsdóttir í Grófarsal.  Á sýningunni gefur að líta úrval verka eftir Jóhönnu Ólafsdóttur ljósmyndara en hún er ein af fáum íslenskum kvenljósmyndurum af sinni kynslóð sem starfað hefur allan sinn feril sem ljósmyndari. Hún tók þátt í samsýningum á árunum 1980 og 1987 og árin 2012 og 2014 voru verk hennar sýnd á yfirlitssýningum um íslenska ljósmyndasögu þar sem þau vöktu verðskuldaða athygli. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhönnu hér á landi og fylgir henni vegleg sýningarskrá.

  Lesa má um sögu safnsins á vef Borgarsögusafns Reykjavíkur.

  Sónar Reykjavík: 15% afsláttur af hátíðarpassa

  Sónar Reykjavík fer fram í fimmta sinn dagana 16.,17. og 18. febrúar n.k. í Hörpu. Hátíðin býður korthöfum 15% afslátt af miðaverði gegn framvísun kortsins á skrifstofu midi.is, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dagskráin í ár er glæsileg að vanda og koma fjölmargir tónlistamenn fram, innlendir sem erlendir,  á fjórum sviðum í Hörpu. 

  Fatboy Slim er stærsta nafnið á hátíðinni í ár en einnig koma fram eftirfarandi tónlistarmenn og konur:
  Moderat, De La Soul, Sleigh Bells, Ben Klock, Forest Swords, Tommy Genesis, Helena Hauff , B.Traits , Johan Carøe , JOHN GRVY , Marie Davidson, Oddisee, Pan Daijing, Sapphire Slows, Vatican Shadow, GusGus, FM Belfast, Sin Fang, Emmsjé Gauti, Aron Can, Kött Grá Pje, Samaris, Glowie, Øfjord, sxsxsx, Cyber, SiGRÚN, Örvar Smárason, Wesen, AAIIEENN, h.dór, HRNNR x Smjörvi

  2 fyrir 1 á Landnámssýninguna í janúar

   
  Í janúar býðst korthöfum 2 fyrir 1 á Landnámssýninguna.
   
   Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. 
   
  Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. 
  Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilisfólksins var háttað.

  2 fyrir 1 á Ævisaga Einhvers í Tjarnarbíó 9.desember

  Æviatriði hundrað einstaklinga
   
  Leikhópurinn Kriðpleir segir sögur venjulegs fólks, þeirra sem ekki hefur þótt taka að skrifa bækur um. Langflest erum við jú bara að fást við eitthvað venjulegt megnið af ævinni, stússa, versla í Bónus, vaska upp, hlusta á útvarpið, fara á fund með skólasálfræðingnum, fá lánaða kerru, færa hluti á milli staða. Og svo framvegis. Einhver verður að segja þá sögu.
   
  Þann 9.desember býðst korthöfum að kaupa tvo miða á verði eins gegn framvísun kortsins. Opið er í miðasölu Tjarnabíó á sýningardag en einnig er hægt að taka frá miða með því að senda póst á midasala@tjarnarbio.is
  Verk eftir:
  Árna Vilhjálmsson
  Bjarna Jónsson
  Friðgeir Einarsson
  Ragnar Ísleif Bragason

   

   

  2 fyrir 1 á Suss! í Tjarnarbíó 7.desember

  SUSS! er nýtt leikverk eftir leikhópinn RaTaTam byggt á reynslusögum, þolenda, geranda og aðstandenda, um heimilisofbeldi. Þann 7.desember býðst korthöfum að kaupa tvo miða á verði eins gegn framvísun kortsins. Opið er í miðasölu Tjarnabíó á sýningardag en einnig er hægt að taka frá miða með því að senda póst á midasala@tjarnarbio.is. Þetta er 10. og seinasta leiksýningin en uppselt hefur verið á margar sýningar. 
   
   
  ,, … það var ekki það að pabbi lamdi mömmu…heldur það að mamma fór aldrei frá honum… hún fór aldrei!”
   
  ,, … og svo þegar hann loksins kýldi mig þá losnaði spennan og ég fékk pásu…þá var allt eins og hjá fullkomnu fjölskyldunni…”
  ,,…ég var laminn kærasti og nú er ég bara miðaldra niðurbrotin pabbi….afþví að það er það sem ég er… karlmaður sem getur ekki varið sig…”
  ,, … já ég veit ekki, bara fullar konur minna mig bara á mömmu… ég er góður maður, ég bara ræð ekki við mig…”
  ,,…hvað gera þeir þegar kona lætur ekki undan stjórn? Það eru sterkar konur sem verða fyrir þeim… ég er sterk kona…”
  ,,…mér fannst þetta kannski ekki vera ofbeldi af því að ég er karlmaðurinn, ég gæti alveg ráðið við hana…”
  ,, … öll húsgögnin þurftu að vera í stíl og þessvegna var barnið okkar í útbúnum pappakassa, fyrstu þrjá mánuðina, þar til að við fundum barnarúm í stíl…”
  ,,…hún sagði, ef þú skilur við mig þá skal ég sjá til þess að þú fáir aldrei að hitta barnið þitt aftur…”
  ,,… að ljúga og loka á þetta og leika eitthvað hlutverk, alltaf að vera kát út á við og sýna endalaust hvað ég er glöð en svo þegar ég kem heim og loka útidyrahurðinni, þá líður mér hræðilega…!
   
   
  Leikhópurinn RaTaTam:
   
  Leikstjórn: Charlotte Bøving
  Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
  Tónlist: Helgi Svavar Helgason.
  Leikarar: Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guðrún Bjarnadóttir
  Ljósahönnun og tæknikeyrsla : Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson
  Listræn aðstoð: Heiðríkur á Heygum

  2 fyrir 1 á öll söfn Menningarkorts Reykjavíkur í nóvember

  Í nóvember er 2 fyrir 1 á öll aðildarsöfn Menningarkorts Reykjavíkur  Sýningar á söfnunum í nóvember:  Hafnarhús

  Sýningunni Yoko Ono: Ein saga enn... er ætlað að varpa ljósi á grunnþætti í yfirgripsmiklum og fjölbreyttum listaferli Yoko Ono – ferðalagið gegnum sjálfa hugmyndina um myndlist, með kraftmiklum félagslegum og pólitískum undirtóni. 

  Richard Mosse: Hólmlendan er fjörutíu mínútna myndbandsverk sýnt á sex risaskjám auk ljósmynda. Myndirnar eru teknar í austurhluta Kongó. Upptökurnar eru magnþrungnar og óraunverulegar, í bleikum tónum, og sýna stríðshörmungarnar í landinu. Að auki er til sýnis úrval stórra ljósmynda úr myndböndunum.

  Erró: Stríð og friður  er efniviður í þeim verkum listamannsins sem eru til sýnis á þessari sýningu. Eitt af fyrstu verkum hans nefnist Stríðið. Það er frá árinu 1950, unnið með blandaðri tækni, bleki og vatnslitum og strax þá er hann að vinna með efnivið eins og ofbeldi, eyðileggingu og dauða.  Kjarvalsstaðir

  Á sýningunni Hildur Bjarnadóttir: Vistkerfi lita er tekist á við þörf mannsins fyrir að tilheyra ákveðnum stað í heiminum. 

  Á sýningunni Kjarval úr safneign gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans.  Ásmundarsafn

  Þann 29.10 opnaði sýningin Ásmundur Sveinsson og Þorvaldur Skúlason: Augans börn. Á þessari sýningu má sjá verk eftir þá Ásmund Sveinsson (1893 – 1982) og Þorvald Skúlason (1906 – 1984) sem voru í hópi þeirra listamanna sem stöðugt voru að tileinka sér ný viðhorf innan myndlistarinnar um miðja síðustu öld. 

  Sjóminjasafnið í Reykjavík

  Hlutverk safnsins er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur. Þrjár sýningar eru í gangi hjá Sjóminjasafninu í Reykjavíkur. Frá örbirgð til allsnægta er fastasýning safnins. Hún lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum Íslendinga og vinnslu aflans. SýninginÞorskastríðin, For Cod´s Sake fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958–1976. Sýningin Sjókonur rekur sögu íslenskra kvenna sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð.   Landnámssýningin

  Á Landnámssýningunni er föst sýning er fjallar um landnám í Reykjavík. Byggt er á fornleifarannsóknum sem hafa farið fram í miðbænum.  Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu.    Árbæjarsafn

  Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingarlist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma. Á veturna er safnið lokað en boðið upp á leiðsögn daglega klukkan 13. 

  2 fyrir 1 í Hafnarhús í október

  Í október er 2 fyrir 1 í Hafnarhús fyrir korthafa.

  YFIRSTANDANDI SÝNINGAR OG SÝNINGAROPNANIR

  YOKO ONO: EIN SAGA ENN...
  7. október kl. 18-20

  Erró: Stríð og friður 
  7. október kl. 18-20

  D27 Ingibjörg Sigurjónsdóttir: Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk
  Sýningunni lýkur 13.10.2016
  Ingibjörg Sigurjónsdóttir er fjórði listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016. Í verkum sínum skúlptúrgerir Ingibjörg það ljóðræna og hið óhlutbundna í leit sinni að sannleikanum og fegurðinni. 

  VIÐBURÐIR

  Sýningarstjóraspjall
  9. október kl. 13 
  Gunnar Kvaran ræðir um sýningu Yoko Ono
  EIN SAGA ENN...

  Tendrun Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey
  9. október kl. 20

  Fyrirlestur: Hjalti Karlsson, hönnuður og meðstofnandi auglýsingastofunnar karlssonwilker ræðir um nýtt einkenni Listasafns Reykjavíkur.
  13. október kl. 20

  Sýningarleiðsögn:
  Bjarni Hinriksson teiknari og myndasöguhöfundur, leiðir gesti um sýningu Errós, Stríð og friður.
  20. október 

  Hafnarhús er opið til 22 alla fimmtudaga. 

  2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði í september

  Í september er 2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur. 

  Laugardaginn 3. september kl. 16 verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða sýning Hildar Bjarnadóttur, Vistkerfi lita. Á sýningunni er tekist á við þörf mannsins fyrir að tilheyra ákveðnum stað í heiminum. Ofin veggverk og stórir litaðir silkidúkar yfirtaka rými salarins og skapa samhengi hugmynda Hildar. Verkin eiga sér rætur í sköpunarferli sem byggir á landinu og þeim gróðri sem upp af því vex. Hildur hefur búið til liti úr íslenskum jurtum og litað með þeim silkidúka og garn. Veggverkin eru ofin úr litaða garninu og silkidúkarnir hanga úr loftinu um allan salinn. Verkin eru bundin tíma og stað, þau mynda kerfi sem dregur fram mismunandi tilfinningar, upplýsingar og eiginleika staðarins.

  Samhliða sýningunni kemur út bókin Tilvist lita þar sem hugmyndir og vinna Hildar síðustu ár eru teknar saman.

  Í austursal Kjarvalsstaða gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli Kjarvals og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. 

  Aðrir viðburðir á Kjarvalsstöðum í september

  Sunnudag 4. september kl. 13
  Listamannaspjall: Ólöf Kristín Sigurðardóttir, sýningarstjóri og Hildur Bjarnadóttir ganga með gestum um sýningu Hildar Vistkerfi lita

  Laugardag 24. september kl. 13
  Fyrirlestur
  Edda Halldórsdóttir, listfræðingur, segir frá sambandi Jóhannesar S. Kjarvals við Jón Þorsteinsson íþróttakennara og langafa Eddu.

   

   

  2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í ágúst

  Á Sjóminjasafninu eru þrjár áhugaverðar grunnsýningar og tvær tímabundnar sýningar. Fastasýning Sjóminjasafnsins Frá Örbirgð til allsnægta lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum.

  Varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu og um leið ein helsta sýning safnsins. Það leynist margt í varðskipi, en Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959, 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum var þó togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins.

  Sýningin Sjókonur hefur hlotið mikið lof sýningargesta en sýningin opnaði í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Sýningin fjallar um íslenskar konur sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Dr. Margaret E. Willson mannfræðings. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upphafi byggðar til vorra daga. Niðurstöður Dr. Willson varpa nýju ljósi á þær hugmyndir  sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið. Sýningin byggir á niðurstöðum hennar sem koma út í formi bókar árið 2016.

  Sýningin Þorskastríðin fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Saga þorskastríðanna er rík og margslungin. Í henni koma við sögu fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands eða strákarnir okkar, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. 

  Sýningin er afrakstur vinnu nemenda í námskeiðinu Menningarminjar, söfn og sýningar sem er hluti af þverfaglegri námsleið í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

  2 fyrir 1 í Ásmundarsafn í júlí

  Í júlí er 2 fyrir 1 tilboð fyrir korthafa í Ásmundarsafn en þá stendur korthöfum til boða að bjóða gesti með sér á safnið endurgjaldslaust.

  Í Ásmundarsafni stendur nú yfir sýningin Uppbrot (16.04-09.10.2016). Þar rýnir myndlistarmaðurinn Elín Hansdóttir í verk höggmyndalistamannsins Ásmundar Sveinssonar, glímir við arfleifð hans og leitar áður ókannaðra flata.

  Á sýningunni eru verk eftir Ásmund úr safneign Listasafns Reykjavíkur og ný verk eftir Elínu. Elín veltir fyrir sér vinnu listamannsins og hlutskipti hans, sem oft hefur verið að brjóta upp gömul og gildandi viðhorf. Ásmundur talaði um að fá fólk til að „vakna til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur“ og Elín segir listina eiga að „kippa undan þér fótunum og fá þig til að endurmeta fastmótaðar hugmyndir þínar.“

  Sýningarstjóri er Dorothée Kirch.

  Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur.

  Safnið er opið alla daga frá 10-17. 

  2 fyrir 1 á Árbæjarsafn í júní

  Í júní er 2 fyrir 1 tilboð fyrir korthafa á Árbæjarsafn en þá stendur korthöfum til boða að bjóða vini með sér á safnið endurgjaldslaust.

  Kaffihúsið í Dillonshúsi býður jafnframt korthöfum 2 fyrir 1 af kaffi og vöflu/pönnukökum gegn framvísun kortsins. 

  Ýmislegt er um að vera á safninu í sumar og hér má sjá það helsta sem er að gerast í júní mánuð. 

  Sunnudagur 5. júní - Sunnudagur til sælu.
  Líf og vinna í húsunum á Árbæjarsafni frá kl. 13-16. Guðsþjónusta kl. 14 í Árbæjarsafnskirkju.

  Þriðjudagur 7. júní - Brúðubíllinn
  Aðstandendur Brúðubílsins skemmta gestum með leikritinu „Óþekktarormar“ kl. 14. Frítt inn á meðan á sýningu stendur.

  Sunnudagur 12. júní - Handverksdagur
  Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands frá kl. 13-16. Komið og kynnið ykkur ýmis konar handverk!

  Föstudagur 17. júní - Þjóðhátíð
  Þjóðhátíðargleði á Árbæjarsafni og Fornbílaklúbburinn kemur í heimsókn frá kl. 13-16. Þeir sem mæta í þjóðbúningi síns lands fá frítt inn!

  Sunnudagur 19. júní - Kvenréttindadagurinn
  Kvenréttindadagurinn haldinn hátíðlegur með því að bjóða öllum konum frítt inn á safnið í í tilefni dagsins.

  Föstudagur 24. júní - Jónsmessa
  Í tilefni Jónsmessunætur býður Borgarsögusafn Reykjavíkur upp á hressandi menningar- og náttúrugöngu. Gangan hefst á Árbæjarsafni kl. 22:30. Gengið verður um Elliðaárdal og spjallað á leiðinni um íslenska þjóðtrú, gróðurfar og sögu Elliðaárdalsins. Allir velkomnir.

  Sunnudagur 26. júní – Lífið í þorpinu.
  Í dag gefst sérstakt tækifæri að fylgjast með ýmsum störfum í húsum og á túnum Árbæjarsafns frá kl. 13-16.

  Safnið er opið alla daga frá 10-17

  Hér má sjá sumardagsskrá safnsins í heild sinni. 

  http://borgarsogusafn.is/is/borgarsogusafn-reykjavikur/um-borgarsogusafn/frettir/sumardagskra-arbaejarsafns-2016

  20% afsláttur af miðaverði á Reykjavík Midsummer Music

  Verið velkomin á Reykjavík Midsummer Music sem fer fram í Hörpu 16.-19. júní undir listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar. Fimmta árið í röð safnast framúrskarandi tónlistarmenn alls staðar að úr heiminum og leika saman af eldmóði.Reykjavík Midsummer Music er hátíð fyrir hið forvitna eyra. Listræn stefna hátíðarinnar einkennist af því að öll tónlist sem flutt er í dag flokkist í raun sem nútímatónlist, hvort sem hún var samin á 17. eða 21. öldinni. Þegar verkum úr ólíkum áttum og frá ólíkum tímum er teflt saman getur orðið mikill galdur, hverjir tónleikar að sögu sem aldrei fyrr hefur verið sögð. Þannig viljum við hafa það.
  Reykjavík Midsummer Music hefur skipað sér sérstakan sess í íslensku menningarlífi, hlotið einróma lof gagnrýnenda og m.a. unnið Íslensku tónlistarverðlaunin sem „Viðburður ársins “ auk þess að hljóta sérstök nýsköpunarverðlaun, „Rogastans“.
  Í ár snýst allt um þemað 'Wanderer' – hinn frjálsa förusvein. Komið í Hörpu 16.-19. júní og takið þátt í ævintýrinu með okkur.
  Hátíðin veitir korthöfum 20% afslátt af miðaverði gegn framvísun kortsins í miðasölu Hörpu. 
  Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðunni: http://reykjavikmidsummermusic.com og á facebook: https://www.facebook.com/ReykjavikMidsummerMusic/ 

  2 fyrir 1 í maí á Landnámssýninguna og Landnámssögur: arfur í orðum

  Á Landnámssýningunni í Aðalstræti eru tvær sýningar sem fjalla um landnám Íslands og fyrstu áratugi Íslandsbyggðar. Sýningarnar gefa einstaka sýn á elstu sögu Íslandsbyggðar. 
  Önnur byggir á fornleifum frá landnámstíð, en hin er grundvölluð á fornum skriflegum heimildum um þetta sama tímabil. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem fornleifar og fornsögur eru settar fram í þessu samhengi fyrir almenning.

  Landnámssýningin
  Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. 

  Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. 
  Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilisfólksins var háttað.

  Landnámssögur – arfur í orðum
  Sýningin segir okkur sögu frá landnámi Íslands. Sögur sem hafa lifað með þjóðinni í árhundruð og varðveittar eru í handritum sem eiga rætur að rekja aftur til 12. aldar. Einstakt menningarlegt gildi íslensku handritanna er viðurkennt á alþjóðavísu og er handritasafn Árna Magnússonar á heimsminjaskrá UNESCO. Handritin sem um ræðir eru: Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga, Jónsbók auk Kaupbréfs fyrir Reykjavík frá árinu 1615.

  Landnámssýningin Reykjavík 871±2 er staðsett í miðbæ Reykjavíkur, Aðalstræti 16.

  Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna á vef Borgarsögusafnsins. 

  50% afsláttur af miðaverði á Djúp spor í Tjarnabíó

  Tjarnarbíó býður handhöfum Menningarkortsins 50% afslátt á sýningar heimildarleikritsins Djúp spor sunnudagskvöldið 3. apríl kl. 20:30 og sunnudagskvöldið 10. apríl kl. 20:30.

  Um er að ræða nýtt íslenskt leikverk, sem birtir sanna sögu um afleiðingar ölvunaraksturs, eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundsson. Verkið byggir á raunverulegum atburðum og er unnið upp úr viðtölum. Bjartar Þórðarson leikstýrir.

  Afsláttarmiða skal panta með tölvupósti á midasala@tjarnarbio.is.

  Frekari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/1576320722682326/

   

  15% afsláttur af miðaverði á Tectonics Reykjavík

  Tectonics Reykjavík tónlistarhátíðin fer fram í fimmta sinn í Hörpu dagana 14. og 15. apríl. Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir hátíðinni og sem fyrr er Ilan Volkov listrænn stjórnandi hennar. 

  Hátíðin bíður korthöfum 15% afslátt af miðaverði á hátíðina. Miðasala fer fram í Hörpu gegn framvísun kortsins. 

  Dagskráin fer fram frá kl. 18 til 23 báða dagana. Alls verða haldnir átta tónleikar sem eru að vanda stútfullir af spennandi tónlist.
  Meðal listamanna sem koma fram auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru Roscoe Mitchell (US), Peter Ablinger (AU), Goodiepal (DK) og Séverine Ballon (FR). Sinfóníuhljómsveitin frumflytur alls átta ný verk sem flest verða frumflutt á heimsvísu á hátíðinni. Höfundar þessara verka eru Jim O'Rourke, Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Hilmar Örn Hilmarsson, Frank Denyer, Davíð Franzson, Þráinn Hjálmarsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir. Auk þess koma fram í Norðurljósasal Hörpu Borgar Magnason, Kira Kira og fleiri en jafnframt verða flutt ný verk í opnu rými Hörpu eftir Inga Garðar Erlendsson og Hafdísi Bjarnadóttur. Í verkum í opnu rými njótum við krafta Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda Listaháskóla Íslands, Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts og Skólahljómsveitar Kópavogs. 

  2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði í apríl

  Í apríl býðst korthöfum 2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði. Safnið opnaði á ný eftir endurbætur þann 5. febrúar með umfangsmikilli Kjarvalssýningu í austur- og vestursal safnsins. Sýningin er tvískipt en meginuppistaða hennar eru sjaldséð verk úr einstæðu einkasafni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar (1911-1998) og Ingibjargar Guðmundsdóttur (1908-2004), sem varðveitt eru í Gerðarsafni, en einnig eru sýnd verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. 

   

  Viðburðir á Kjarvalsstöðum í apríl:

  Tónleikar: Syngjandi Schubert.
  Föstudag 1. apríl kl. 12:15
  Tríó Reykjavíkur flytur Tríó fyrir píanó, fiðlu og selló í Es-dúr Op. 100 eftir Frans Schubert. Flytjendur Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló og Richard Simm, píanó. 

  Málþing: Listaverkasöfn og listaverkasafnarar
  Laugardag 2. apríl kl. 15

  Kári Finnsson, listfræðingur og listaverkasafnararnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Sverrir Kristinsson fjalla um söfnun listaverka. Geirlaug Þorvaldsdóttir segir frá söfnun foreldra sinna, Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, í tengslum við sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur. 

  Örnámskeið fyrir fjölskyldur í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur.
  Laugardag 23. apríl kl. 13
  Þátttaka á námskeiðinu er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir fræðsludeild í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is
  Fimmtudag 28. apríl kl. 20.

  2 fyrir 1 í Hafnarhús í mars

  Í mars býðst korthöfum 2 fyrir 1 í Hafnarhús. Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk. Húsið er jafnframt heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins

  Viðburðurinn á Facebook

  Yfirstandandi sýningar í Hafnarhúsi. 

  31.10.2015-09.10.2016
  Tilurð Errós 1955-1964
  Mótunarár Errós – frá expressjónískri myndgerð 
  í samklippimyndir 

  15.01.2016-10.04.2016
  Monika Grzymala: Hugboð
  Áhugaverðar þrívíðar rýmisteikningar 

  15.01.2016-10.04.2016
  Aftur í sandkassann – Listir og róttækar kennsluaðferðir
  Samtímalistamenn fjalla um hlutverk menntunar 

  Nánari upplýsingar um sýningar og viðburði í Hafnarhúsi er að finna á vef safnsins

  Skugga - Baldur: Ný leikgerð byggð á samnefndri skáldsögu eftir Sjón.

  Fimmtudag 3. mars kl. 20

  Ný leikgerð byggð á skáldsögunni Skugga-Baldur eftir Sjón frumsýnd 4. mars 2016. Leikgerðin er eftir Kamilu Polívková, leikstjóra verksins, og Teru Hof leikara. Önnur listræn stjórnun er meðal annars í höndum myndlistar- og tónlistarmannanna Jóns Sæmundar, Ryan van Kriedt og Sindra Ploder. Sindri er ungur listamaður með Downs heilkenni eins og Abba, ein þriggja aðalpersóna sögunnar. Verkið verður fyrst sett upp í Prag nú í lok febrúar.  

  Sýningin fer fram á ensku.

  Miðaverð 2.500 kr. Miðasala á midi.is og við inngang. Korthafar fá 20% afslátt af miðaverði með því að slá inn afsláttarkóðann menningarkort á midi.is eða við inngang fyrir sýningu. 

  Heimasíða verkefnisins og einnig má lesa um sýninguna á vef Listasafns Reykjavíkur.

  Samstarfsaðilar eru Listasafn Reykjavíkur, Hitt húsið - miðstöð ungs fólks og List án landamæra.
  Sýningar: 4., 5., 7. og 8. mars kl. 20, og 6. mars kl. 18. 

  Sýningin fer fram á ensku.

  Sjá nánar um sýninguna á vef Listasafns Reýkjavíkur.

  Tilboð fyrir korthafa á Reykjavík Folk Festival

  Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival

  Hátíðin verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 10.-12. mars 2016. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins.
  Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og verður ekkert til sparað við að skapa notalega og einlæga stemmningu og ógleymanlega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar.
   
  Þeir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru;  Elín Ey, Valdimar Guðmundsson & Örn Eldjárn, Högni Egilsson, Ellen Krisjánsdóttir & Eyþór Gunnarsson, Ragnheiður Gröndal, Bangoura Band, Ingunn Huld og Skuggamyndir frá Býzans & sóley.
   
  Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinna er að finna á vefsíðu hennar; www.folkfestival.is og á fésbókarsíðu hennar; facebook.com/reykjavikfolkfestival.

  Styrktaraðilar hátíðarinnar eru; Ríkisútvarpið, Menntamálaráðuneytið, Kex Hostel.
  Miðaverð á hátíðina er 3.000 kr fyrir stök kvöld en 8.000 kr fyrir passa sem gildir á öll 3 kvöldin. Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 20 öll kvöld og lýkur kl. 23:00.
   
  Korthafar fá 15% afslátt af miðaverði á stök kvöld og af hátíðarpassa við dyr gegn framvísun Menningarkorts Reykjavíkur. 

  2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið

  Á Sjóminjasafninu eru þrjár áhugaverðar grunnsýningar. Fastasýning Sjóminjasafnsins Frá Örbirgð til allsnægta lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum og varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu og um leið ein helsta sýning safnsins. Það leynist margt í varðskipi, en Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959, 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum var þó togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins.
   
  Sýningin Sjókonur hefur hlotið mikið lof sýningargesta en sýningin opnaði í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Sýningin fjallar um íslenskar konur sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Dr. Margaret E. Willson mannfræðings. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upphafi byggðar til vorra daga. Niðurstöður Dr. Willson varpa nýju ljósi á þær hugmyndir  sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið. Sýningin byggir á niðurstöðum hennar sem koma út í formi bókar árið 2016.

  2 fyrir 1 af súpu og nýbökuðu brauði á Víkinni

  Víkin er virkilega skemmtilegt kaffihús og er staðsett í miðju Sjóminjasafninu með ótrúlegu útsýni yfir höfnina. Fyrir utan kaffihúsið er glæsileg verönd þar sem hægt er að sitja og snæða. Bryggjan hefur uppá að bjóða léttar veitingar, kaffi, kökur, smurbrauð og súpur ásamt fleiru. 
   
   
  Víkin býður korthöfum upp á 2 fyrir 1 af súpu og nýbökuðu brauði í febrúar. Að öllu jöfnu fá korthafar 10% afslátt af veitingum á kaffihúsinu. 

  20% afsláttur af hátíðarpassa á Secret Solstice

   
  Secret Solstice tónlistarhátíðin býður handhöfum Menningarkorts Reykjavíkur 20% afslátt af hátíðarpassa. Hátíðin verður haldin 17.-19. júní í Laugardalnum og hafa 93 nöfn nú þegar verið tilkynnt. Radiohead er án efa lang stærsta nafnið á hátíðinni. Önnur stór nöfn eru hljómsveitir og tónlistarfólk á borð við Deftones, Of Monsters and Men, Afrika Bambaata, Kelela, Róisín Murphy, Action Bronson, Skream auk fjölda annarra innlendra tónlistarmanna og hljómsveita. Von er á minnst einni tilkynningu í viðbót þar sem fleiri nöfn munu bætast við. 
   
   
  Takmarkaður miðafjöldi er í boði. Áhugasamir geta sent okkur skilaboð á Facebook síðu Menningarkorts Reykjavíkur með upplýsingum um nafn, kennitölu, netfang og símanúmer.
   
   
   
   
   
   

  2 fyrir 1 á Samfarir Hamfarir í Tjarnarbíó

  Tjarnarbíó býður korthöfum 2 fyrir 1 á fyrstu fjórar sýningarnar á sviðslistaverkinu Samfarir Hamfarir sem verður frumstýnt í Tjarnarbíó fimmtudaginn 21. janúar. Samfarir Hamfarir er nýtt verk eftir Natan Jónsson og Þórunni Guðlaugs í uppsetningu Leikfélagsins Hamfarir.

  Sýningar í janúar:
  21 janúar 2016 – Kl. 20.30
  24 janúar 2016 – Kl. 20.30
  28 janúar 2016 – Kl. 20.30
  31 janúar 2016 – Kl. 20.30

  Allt gengur á afturfótunum hjá Þórunni. Við ferðumst inn í hugarheim hennar en nýliðnir atburðir hafa þvingað hana til þess að gera upp fortíð sína. Hún reikar úr einni minningu yfir í aðra þar sem samskipti hennar við hitt kynið í gegnum tíðina eru dregin upp á yfirborðið á fyndinn jafnt sem sorglegan máta.

  „Aldrei datt mér í hug að ég myndi sofa hjá Búra.”

  Upprunalega kemur hugmyndin á bak við verkið frá Þórunni Guðlaugs. Sagan er sögð útfrá fyrstu persónu og er Þórunn því að túlka Þórunni á sviðinu. Margar af minningunum sem hún flakkar á milli koma frá henni sjálfri og eru úr hennar lífi en aðrar eru annað hvort sögur frá fólkinu í kringum hana og Natan eða eru hreinn skáldskapur. Áhorfandinn veit því aldrei hvað er byggt á raunveruleika og hvað ekki. 

  Samfarir Hamfarir snertir á ýmsum flötum af því hvernig ung kona upplifir sig í nútímasamfélagi og hversu mikil áhrif atvik úr fortíðinni hafa á hana enn þann dag í dag. Það er árið 2015 en ennþá þurfa konur að passa upp á dyggð sína ef þær vilja vera metnar af verðleikum sínum.
  Hvað þýðir það að vera kona? Afhverju er það oft á tíðum svona mikil barátta? Hvers vegna megum við ekki haga okkur eins og karlmenn án þess að fá á okkur einhvern stimpil?

  Nánar á tjarnarbio.is/256-samfarir-hamfarir.html

  Aðstandendur:
  Handrit: Natan Jónsson, Þórunn Guðlaugs
  Leikstjórn: Natan Jónsson
  Leikur: Þórunn Guðlaugs, Ársæll Níelsson, Aðalsteinn Oddsson
  Vídeó & Grafík: Frímann Kjerúlf Björnsson, Siggeir Magnús Hafssteinsson aka Sig Vicious
  Tæknimeistari: Kristinn Ágústsson
  Tónlist: Einar Sv. Tryggvason

  www.facebook.com/samfarirhamfarir

  20% afsláttur af miðaverði á Myrka Músíkdaga

  Myrkir Músíkdagar verða haldnir dagana 28.janúar til 30. janúar. Myrkir Músíkdagar er tónlistarhátíð sem býður upp á metnaðarfulla dagskrá sem samanstendur af fjölda spennandi tónleika með samtímatónlist á dimmasta tíma ársins. Markmið hátíðarinnar er að veita birtu í huga áhorfenda og þátttakenda í svartasta skammdeginu. Hátíðin er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er hátíðin vettvangur til að flytja og kynnast samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur.


  Á Myrkum Músíkdögum í ár verður lögð áhersla á áhugaverða og skemmtilega tónleika þar sem meginþorri verkanna eru frumflutt á hátíðinni. Boðið verður upp á einstaklega fjölbreytta dagskrá sem inniheldur einleikstónleika, kammertónleika, slagverks- og raftónleika. Má þar nefna einleikstónleika píanóleikarans Eddu Erlendsdóttur, orgeltónleika Guðnýjar Einarsdóttur til heiðurs Jóni Nordal, tónleika norsk/franska kvartettsins Dans les arbres sem flytur þétta spunatónlist, en kvartettinn var tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016. Þá eru ótaldir árlegir tónleikar Caput, Kammersveitar Reykjavíkur, Nordic Affect og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.


  Korthafar fá 20% afslátt af hátíðarpassa, klippikorti og stökum miðum.  Miðasala fer fram í Hörpu gegn framvísun Menningarkorts Reykjavíkur. 


  Nánari upplýsingar um dagskrána og miðaverð er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.

  2 fyrir 1 á Ásmundarsafn í janúar

  Í janúar gefst korthöfum kostur á að bjóða vini endurgjaldslaust með sér á Ásmundarsafn. Nú stendur yfir sýningin Geimþrá en hún hefur hlotið frábærar viðtökur. Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem hver um sig hafa sett mark sitt á íslenska listasögu 20. aldar, einkum þegar litið er til þrívíðrar myndlistar. Auk verka Ásmundar Sveinssonar (1893–1982) eru á sýningunni verk eftir Gerði Helgadóttur (1928–1975), Jón Gunnar Árnason (1931–1989) og Sigurjón Ólafsson (1908–1982). Öll voru þau undir áhrifum frá módernisma síðustu aldar þegar trú á nýjungar og tækni var drifkraftur bæði vísinda og lista. Verkin á sýningunni eru flest frá 6. og 7. áratugnum og vísa til tækniframfara þess tíma, í framtíðarsýn geimvísinda, en einnig til vísindaskáldskapar sem þá var orðin þekkt grein innan bókmennta og kvikmynda.  Við vekjum athygli á að í janúar er opið til kl. 20. á fimmtudögum í Ásmundarsafni.  Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna hér.

  2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði

  Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá tveir fyrir einn af aðgangseyri á Kjarvalsstaði í október sem þýðir að þeir geta boðið með sér gesti og tveir fyrir einn af kaffi á veitingarstað safnsins. Á Kjarvalsstöðum eru tvær sýningar í boði, samsýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar þar sem á þriðja tug kvenna sýnir verk sín. Verkin á sýningunni spanna ýmsar aðferðir, miðla og hugmyndir. Hin sýningin á Kjarvalsstöðum nefnist, Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals. Þar sést glitta í margrotnar hliðar Kjarvals: Rithöfundinn, skáldið, nýyrðasmiðinn, vininn, samferðamanninn en umfram allt listamanninn sem alltaf kemur á óvart. 
   
  Sjá nánar um sýningar á Lisasafni Reykjavíkur á vef safnsins.
   

  20% afsláttur af hátíðarpassa á RIFF

  RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einhver stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi.
   
  Hátíðin í ár er sú 12. í röðinni og stendur yfir frá 24. september - 4.október 2015. Í ellefu daga munu Íslendingar flykkjast í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og ljósmyndasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði – t.d. í sundi eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni!
   
  Dagskráin setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, eru til dæmis tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd. Heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess í dagskrá hátíðarinnar og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði og umhverfismál fá ríkulegt pláss.
   
  Korthafar fá hátíðarpassa á 9.500 kr. Venjulegt verð er 11.500.
   
  Sjá má dagskrá hátíðarinnar á www.riff.is

  2 fyrir 1 á Ásmundarsafn

  Tveir fyrir einn í Ásmundarsafn í september. Safnið er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893–1982). Þar gefur  að líta verk sem spanna feril listamannsins og sýna vel þróunina sem varð á sýn hans í gegnum tíðina. Meðal verka eru höggmyndir sem hann gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíuna. Síðar komu stórbrotin meistaraverk sem lofsyngja íslenska alþýðu, sagnir og náttúru og loks er í safninu fjöldi abstraktverka sem listamaðurinn vann á síðustu áratugum ævi sinnar.

  Ásmundur Sveinsson var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og sótti innblástur fyrst og fremst í íslenska náttúru og bókmenntir, sem og til þjóðarinnar.  Efnismikil, kröftug og stundum ógnandi verk hans eru lík þeim kynjamyndum sem oft má lesa úr íslenskri náttúru. En þó myndefni Ásmundar hafi fyrst og fremst verið af þjóðlegum toga, tileinkaði hann sér engu að síður meginstrauma alþjóðlegrar listsköpunar eins og ekkert stæði honum nær og gaf henni um leið íslenskt yfirbragð – íslenskt inntak. 

  2 fyrir 1 af köku og kaffi eða súpu og brauði í Víkinni

  Víkin er virkilega skemmtilegt kaffihús og er staðsett í miðju Sjóminjasafninu með ótrúlegu útsýni yfir höfnina. Fyrir utan kaffihúsið er glæsileg verönd þar sem hægt er að sitja og snæða. Bryggjan hefur uppá að bjóða léttar veitingar, kaffi, kökur, smurbrauð og súpur ásamt fleiru. 

   

  Víkin býður korthöfum upp á 2 fyrir 1 af súpu og brauði eða köku og kaffisneið út september. Að öllu jöfnu fá korthafar 10% afslátt af veitingum á kaffihúsinu. 

  2 fyrir 1 í Sjóminjasafn Reykjavíkur

  Á Sjóminjasafninu eru þrjár áhugaverðar grunnsýningar. Fastasýning Sjóminjasafnsins Frá Örbirgð til allsnægta lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum og varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu og um leið ein helsta sýning safnsins. Það leynist margt í varðskipi, en Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959, 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum var þó togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins.

  Sýningin Sjókonur hefur hlotið mikið lof sýningargesta en sýningin opnaði í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Sýningin fjallar um íslenskar konur sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Dr. Margaret E. Willson mannfræðings. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upphafi byggðar til vorra daga. Niðurstöður Dr. Willson varpa nýju ljósi á þær hugmyndir  sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið. Sýningin byggir á niðurstöðum hennar sem koma út í formi bókar árið 2016.

  Afsláttur af miðaverði á Reykjavík Dance Festival og Lókal leiklistarhátíð

  Dagana 25. - 30 ágúst n.k. mega borgarbúar eiga von á heljarinnar sviðslistaveislu en þá munu Reykjavík Dance Festival og leiklistarhátíðin LÓKAL fara fram víðs vegar um höfuðborgina. Hátíðarnar eru að þessi sinni í nánu samstarfi og óhætt er að fullyrða að dagskrá þeirra hefur aldrei áður verið jafn glæsileg. 
   
  Miðaverð fyrir korthafa er 2.200 kr. gegn framvísun kortsins í miðasölu Tjarnabíó. Miðasalan er opin frá 16-20 dagana 25.29. ágúst. 
   
  Í ár geta áhorfendur valið úr fjölda glænýrra leik- og dansverka eftir marga af okkar helstu sviðs- og danshöfundum, auk þess sem ferskum straumum frá Evrópu og Ameríku verður veitt inn í íslenskan sviðslistaheim með spennandi og nýstárlegum gestasýningum. 
   
  LÓKAL og Reykjavík Dance Festival hafa um árabil verið helsti vettvangur hérlendis fyrir frumsköpun í sviðslistum og gluggi út í hinn stóra heim. Það er á þessum hátíðum sem mörk sviðlistanna eru þanin, áhorfendur eru virkjaðir - oft með óvenjulegum hætti - fólk skellir sér í dansinn og hið óvænta gerist!     
   
  Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðanna má sjá á www.reykjavikdancefestival.is og www.lokal.is
   

  2 fyrir 1 í Bíó Paradís í ágúst

  Bíó Paradís býður handhöfum Menningarkorts Reykjavíkur upp á 2 fyrir 1 í ágúst. Bíó Paradís er með sérstaka dagskrá í allt sumar þar sem allar myndir verða sýndar með enskum texta. Þar á meðal verða íslenskar kvikmyndir sýndar með enskum texta og tilvalið að skella sér í bíó með erlenda gesti í sumar. Sýndar verða nokkrar af bestu myndunum frá sl. vetri auk þess sem frumsýndar verða nokkrar nýjar kvikmyndir.  
   

  1000 kr. afsláttur af miðaverði á Höfundur óþekktur - tónleikar í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

  Nú verður kynjahlutföllunum snúið við!
  Á 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna er viðteknum venjum ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrirmyndum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist. Leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Hlutföllin eru svipuð um heim allan. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu.
   
  Kvenhöfundarnir eru: Björk Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lay Low, Lára Rúnars, Mammút, Ólöf Arnalds, Ragnheiður Gröndal, Samaris, Sóley, Svala Björgvins, Védís Hervör, Ylja, Þórunn Antonía.
  Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Páll Óskar, Raggi Bjarna og Valdimar.
  Hljómsveitina skipa Þórdís Claessen á trommur, Ingibjörg Elsa á bassa, Elín Ey á kassagítar, Brynhildur Oddsdóttir á rafmagnsgítar, Margrét Thoroddsen á hljómborð og Chrissie Guðmundsdóttir á fiðlu.
  Tónlistarstjórar eru Elín Eyþórsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir
   
   
   Þrjú verð - 1900, 2900 og 3900 - fyrir korthafa gegn framvísun kortsins í miðasölu Hörpu.

  20% afsláttur af miðaverði á Reykjavík Midsummer Festival.

  Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður haldin í fjórða sinn í Hörpu og nágrenni 18.-21. júní 2015. Hátíðin, sem lýtur listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn skemmtilegasti viðburður tónleikaársins.
   
  Þema hátíðarinnar í ár er Imitation og eftirhermur úr ýmsum áttum verða áberandi í efnisskrá sem geymir fjölmörg óvænt stefnumót. Meðal annars verður leikin tónlist eftir Bach, Stravinsky, Schnittke, Crumb og Adams, auk þess sem spunameistararnir Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson láta til sín taka. Eins og fyrri ár státar Reykjavík Midsummer Music af sannkölluðu einvalaliði spennandi hljóðfæraleikara af hinu alþjóðlega sviði. Meðal flytjenda eru armenski píanóleikarinn Marianna Shirinyan og japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji sem heillaði hátíðargesti í fyrra með leik sínum á Stradivariusfiðlu sem eitt sinn var í eigu Napóleons.

  Korthafar fá 20% afslátt í miðasölu Hörpu gegn framvísun kortsins. 

  2 fyrir 1 á Árbæjarsafn

  Í maí er 2 fyrir 1 tilboð á Árbæjarsafn en þá stendur korthöfum til boða að bjóða vini með sér á safnið endurgjaldslaust. Á Árbæjarsafni opnaði nýverið sýningin Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna 1900-1970 en hún fjallar um öll þau fjölbreyttu hjáverk sem konur unnu á þessum árum til að auka tekjur heimilisins en sumir hafa kallað þau hið dulda hagkerfi.

  Húsin á Árbæjarsafni bera öll upprunalega nöfn. Í vetur hafa staðið yfir endurbætur á þremur þeirra og er nýbúið að opna þau á nýjan leik með nýjum sýningum sem sýna heimilisbrag hvers tíma.

  Geymdu kassakvittunina! Sérstakt tilboð í maí.

  Kassakvittunin þín gildir sem innborgun upp í Menningarkort Reykjavíkur. Ef þú greiðir þig inn á Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur eða kaupir bókasafnskort á Borgarbókasafninu í maí getur þú notað kassakvittunina sem innborgun upp í Menningarkort Reykjavíkur í 30 daga á eftir. Kassakvittunin verður að vera dagsett á tímabilinu 1.maí til 31.maí og gildir sem innborgun í 30 daga . Hver kassakvittun gefur allt að 1800 kr. afslátt.

  20% afsláttur af miðaverði á sérvalda viðburði á Listahátíð í Reykjavík

  Listahátíð í Reykjavík hefst 13.maí með opnunarverki hins heimþekkta bandaríska dansflokks BANDALOOP sem mun stíga lóðréttan dans á framhlið Aðalstrætis 6, við Ingólfstorg. Í framhaldi tekur við dagskrá sem nær yfir rúmar þrjár vikur með fjölda spennandi viðburða í flestum greinum lista svo sem dansi, söng, tónlist, leiklist, myndlist og matreiðslu. Viðburðirnir fara fram um alla borg, í hefðbundnum sem óhefðbundnum rýmum og teygir hátíðin sig ár hvert út fyrir borgarmörkin. Dagskránni lýkur 7.júní á flutningi hinnar einstöku söngkonu Juliu Migenes á La voix humaine eftir Francis Poulenc, í Eldborg.


  Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Listahátíð í ár!

  Listahátíð í Reykjavík býður korthöfum 20% afslátt á eftirtalda viðburði og hafa korthafar með virk kort fengið sendan tölvupóst sem inniheldur hlekki þar sem hægt að kaupa miða með afslætti á þessa viðburði. 

  Lindur - Vocal VIIi

  Nýr umfangsmikill gjörningur eftir Rúrí - aðeins í þetta eina skipti!
  @ Norðurljós, Harpa - 16. maí kl.18
   
  Og þökk sér margri morgunbjartri svipstund
  Kristinn Sigmundsson syngur nýja íslenska tónlist
  @ Norðurljós, Harpa - 31. maí kl.20
   
  Sænskur verðlauna jazz
  Jan Lundgren Trio
  @ Silfurberg, Harpa - 4. júní kl.20
   
   
  Solid Hologram
  Frá Beethoven til Þuríðar Jónsdóttur: Noicola Lolli og Domenico Codispoti
  @ Norðurljós, Harpa - 29.maí kl.2
   

   

   

  20% afsláttur af hátíðarpassa á Secret Solstice

  Secret Solstice tónlistarhátíðin snýr aftur í Laugardalinn dagana 19. til 21. Júni 2015. Handhafar Menningarkortsins fá 20% afslátt af tveimur pössum á þessa frábæru hátíð gegn framvísun Menningarkortsins í Lucky Reckords.
   
  Secret Solstice var haldin í fyrsta sinn í júní 2014 og hlaut frábærar viðtökur innanlands og utan, ekki síst meðal gesta. Á hátíðina komu um átta þúsund gestir, þar af um tvö þúsund erlendis frá. Umfjöllun fjölmiða, bæði hér heima en ekki síður erlendis, var mjög lofsamleg og fjölmargir stórir fjölmiðar fjölluðu um hátíðina, þeirra á meðal Time Magazine, Rolling Stone, The Guardian, Metro, Reuters, BBC Travel Channel og VICE auk fjölda annara.
   
  Secret Solstice hátíðin er haldin á sumarsólstöðum á bjartasta tíma ársins. Hátíðin er að skapa sér sess sem árlegur viðburður í íslensku tónlistalífi. Á hátíðinni koma fram yfir 100 tónlistaratriði úr fjölda mismunandi tónlistastefna, innlend jafnt sem erlend, úr grasrótinni sem og heimsfræg.
   
  114 atriði hafa verið tilkynnt til leiks í ár og eiga en eftir að bætast við um 30 atriði í viðbót. Sjá nánar hér að neðan atriðin sem hafa verið staðfest á hátíðina. 
   
   
  Fullt verð á hátíðina er 19.900 kr. en einnig eru til sölu V.I.P-miðar á 29.900 kr.
   
  Börn undir 10 ára fá ókeypis inná hátíðina í fylgd með fullorðnum og ýmiss konar skemmtun verður í boði fyrir þá sem yngri eru. Hægt er að nálgast miða á tix.is, Lucky Records á Rauðarárstíg og í verslunum Mohawks í Kringlunni og á Akureyri!
   
  Allar nánari upplýsingar um hátíðina, listamenn sem koma fram, miðasölu, fréttir og umfjöllun má nálgast á MailScanner has detected a possible fraud attempt from "xn--www-dla.secretsolstice.is" claiming to be www.secretsolstice.is og öðrum samfélagsmiðlum hátíðarinnar.
   
  Sjáumst í Laugardalnum í sumar!
   
  Wu-Tang Clan [US]
  The Wailers [JM]
  FKA twigs [UK]/Kelis [US]
  Charles Bradley [US]
  Skream [UK]
  Zero 7 (DJ) [UK]
  Foreign Beggars [UK]
  Miss Kittin [FR]
  HAM [IS]
  Tale Of Us [DE]
  GusGus [IS]
  MØ [DK]
  Mugison [IS]
  Hjálmar [IS]
  Flight Facilities [AU]
  Totally Enormous Extinct Dinosaurs (DJ)[UK]
  Green Velvet [US]
  Nick Curly [DE]
  Guti [AR]/Moodymann [US]
  Wankelmut [DE]
  Nightmares On Wax [UK]
  Erol Alkan [UK]
  Route 94 [UK]
  KiNK [BG]
  Helgi Björnsson [IS]
  Detroit Swindle [NL]
  Retro Stefson [IS]
  Daniel Avery [UK]
  Heidi [UK]
  Agent Fresco [IS]
  Submotion Orchestra [UK]
  Alabama 3 [UK]
  Thugfucker [US]
  Valdimar [IS]
  Mind Against [DE]
  Leon Vynehall [UK]
  Samaris [IS]
  Ensími [IS]
  Droog [US]
  FM Belfast [IS]
  Blaz Roca [IS]
  Gísli Pálmi [IS]
  Úlfur Úlfur [IS]
  Javi Bora [ES]
  Ghost Culture [UK]
  Jasper James [UK]
  Hermigervill [IS]
  Júníus Meyvant [IS]
  Emmsjé Gauti [IS]
  Anushka [UK]
  Kiriyama Family [IS]
  Bent [IS]
  Dj Flugvél og Geimskip [IS]
  Arkir [IS]
  Egill Tiny [IS]
  Klose One [UK]
  Artwork [UK]
  Mella Dee [UK]
  BenSol [IS]
  Rix [IS]
  Benni B-Ruff & Friends [IS]
  BORG (DJ) [IS]
  Benny Crespo's Gang [IS]
  Yamaho [IS]
  Uni Stefson [IS]
  Tetriz Takeover [IS]
  Lily the kid [IS]
  Bones [CA]
  Kælan Mikla [IS]
  Halleluwah [IS]
  7 Berg [IS]
  Lord Pusswhip [IS]
  Lagaffe Tales (DJ) [IS]
  Máni Orrason [IS]
  Macro/micro [US]
  Intr0beatz (LIVE) [IS]
  Class B [IS]
  Young Karin [IS]
  Vio [IS]
  Agzilla [IS]
  Stereo Hypnosis [IS]
  Kristian Kjøller [DK]
  Valby Bræður [IS]
  Viktor Birgiss (LIVE) [IS]
  Geimfarar [IS]
  Shades of Reykjavík [IS]
  KSF [IS]
  Þriðja Hæðin [IS]
  Mushy [UK]
  Sexy Lazer [IS]
  Axel Flóvent [IS]
  Fox Train Safari [IS]
  BeatmachineAron [IS]
  Kilo [IS]
  Kamera [UK]
  GKR [IS]
  CasaNova [IS]
  Frímann [IS]
  Alvia Islandia [IS]
  Símon fknhndsm (DJ) [IS]
  Alex Sessions [UK]
  Rob Shields [UK]
  Sturle Dagsland [NO]
  Brilliantinus [IS]
  Luca Pilato [UK]
  Hr. Hnetusmjör [IS]
  Lafontaine [IS]
  Marteinn [IS]
  Suze Rosser [UK]
  Moff & Tarkin (LIVE) [IS]
  Proxy 2.0 [UK]
   
   

  2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði í maí

  Í maí er 2 fyrir 1 tilboð á Kjarvalsstaði en þá stendur korthöfum til boða að bjóða vini með sér á Kjarvalsstaði endurgjaldslaust. Nú stendur yfir sýningin Nýmálað 2 á Kjarvalsstöðum þar sem 60 listamenn sýna verk sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum. Sýningin gefur yfirlit um stöðu málverksins hér á landi en svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Mikil gróska hefur verið í málaralist á síðustu árum víða um heim. Nýjar áherslur og útvíkkun miðilsins hafa vakið eftirtekt en á sama tíma hefur athyglin beinst að fjölbreytninni í málverki samtímans. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil.  Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson.

  2 fyrir 1 af rétti dagsins á Lifandi Markaður í apríl

  Í apríl býður nýjasti samstarfsaðili Menningarkortsins, Lifandi Markaður í Borgartúni 24, handhöfum Menningarkortins 2 fyrir 1 af rétti dagsins. Lifandi markaður býður jafnframt korthöfum fastan 10% afslátt af vörum og veitingum.

  Nánari upplýsingar um Lifandi Markað er að finna á www.lifandimarkadur.is

   

   

  2 fyrir 1 á Ásmundarsafn í apríl

  Í apríl býðst korthöfum 2 fyrir 1 í Ásmundarsafn. Nú stendur yfir sýningin Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona. Á sýningunni er þess minnst að á árinu 2015 eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar. Sýningarstjóri er Harpa Björnsdóttir. Á sýningunni eru ásamt Vatnsberanum önnur valin verk Ásmundar, í samtali við verk þeirra Örnu Valsdóttur, Daníels Magnússonar, Kristínar Gunnlaugsdóttur, Níelsar Hafsteins, Ólafar Nordal, Ragnhildar Stefánsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Sýningin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og stendur til 26. apríl 2015.

  Afsláttur á Blúshátíð Reykjavíkur

  Handhöfum Menningarkortsins býðst 15% afsláttur af miðaverði á þrenna stórtónleika Blúshátíðar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).

  Ath. afslátturinn gildir við innganginn á eftirfarandi tónleikum:
  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

  Þriðjudaginn 31. mars kl. 20
  KK band – Blúsband Björgvins Gíslasonar – Blúsaðasta band Músíktilrauna 2015
  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

  Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20
  Bob Margolin, Bob Stroger og Blue Ice band. 
  Á tónleikunum kemur einnig fram úrval íslenskra blúsmanna. 
  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

  Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag, kl. 20
  Debbie Davis – Vintage Caravan
  Á tónleikunum kemur einnig fram úrval íslenskra blúsmanna. 
  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

  Það verður dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla stórtónleika. Þar getur allt gerst og stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.

  Nánari upplýsingar um Blúshátíð í Reykjavík eru á heimasíðu hátíðarinnarwww.blues.is og á Facebook-viðburði hátíðarinnar (https://www.facebook.com/events/675992765859793/).

  15% afsláttur til korthafa á Reykjavík Folk Festival

  Reykjavík Folk Festival býður handhöfum Menningarkortsins 15% afslátt af miðaverði og hátíðarpassa
  Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 5.- 7. mars 2015. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og -hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins.

  Fjölmargir þjóðþekktir listamenn koma fram á hátíðinni en einnig verður varpað sérstöku ljósi á þjóðlagatónlistarhefð Kanada og taka kanadísku listamennirnir Lindy Vopnfjörð og JP Hoe þátt í hátíðinni.

  Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinna er að finna á vefsíðu hennar www.folkfestival.is og á fésbókarsíðu hennar; facebook.com/reykjavikfolkfestival.

  Almennt miðaverð á hátíðina er 3.000 kr. fyrir stök kvöld en 7.999 kr. fyrir passa sem gildir á öll 3 kvöldin. Handhafar Menningarkortsins fá 15% afslátt af þessu verði.

  2 fyrir 1 á Sjóminjasafn Reykjavíkur

  Í safninu við sjóinn fá gestir einstaka innsýn í aldalangt sambýli Íslendinga við hafið. Fastasýningin Frá örbirgð til allsnægta nýtur alltaf vinsælda og varðskipið Óðinn er eitt helsta aðdráttarafl safnsins. Fastar leiðsagnir eru um skipið daglega kl. 13, 14 og 15. Velkomin um borð!

  HÖNNUNARMARS Á SJÓMINJASAFNINU
  Á Sjóminjasafninu munu íslenskir hönnuðir sýna hvað í þeim býr í tengslum við Hönnunarmars, dagana 12.-15. mars. Við hvetjum ykkur til þess að líta við á safninu, skoða sýninguna og það sem hönnuðurnir efnilegu hafa fram að færa. Verk eftir Terta Duo, Genitalia og Skötu. Auk þess munu nemendur úr Listaháskóla Íslands sýna verk sín. Sjón er sögu ríkari!

  25% afsláttur á Stockfish European Film Festival

  Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival in Reykjavík verður haldin dagana 19.febrúar – 1.mars 2015 í Bíó Paradís.
Á meðal gesta verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn. Þrjátíu kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni og áhersla verður lögð á að sýna það nýjasta úr alþjóðalegri kvikmyndagerð.
  Miðasalan fer fram í Bíó Paradís. Hátíðarpassi kostar 7500 kr., klippikort með 8 miðum kostar 5600 kr og stakur miði kostar 900 kr. Hátíðin bíður korthöfum 25% afslátt af miðaverði gegn framvísun Menningarkortsins.

  2 fyrir 1 á Landnámsýninguna í febrúar

  Í febrúar er 2 fyrir 1 á Landnámssýninguna fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur. 

  Landnámssýningin fjallar um landnám í Reykjavík 871 +/- 2 og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld en hægt er að skyggnast inn í hann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilsfólks var háttað.

  Þann 28. febrúar opnar ný sýning á völdum handritum frá Stofnun Árna Magnússonar . Handritin fjalla öll á einn eða annan hátt um landnám og tengist þannig Landnámssýningunni vel. Sýnd verða fimm handrit, og auk þess verði margmiðlunarefni með sýningunni til að bæta við upplýsingum og styrkja upplifun. Sýningarhönnuður er Gabríela Friðriksdóttir og áætlaður sýningartími 3 ár. Sýningin opnar laugardaginn 28. febrúar

  20% afsláttur á Myrka Músíkdaga

  Myrkir músíkdagar er einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar nútímatónlistar hér á landi þar sem frumsköpun og tilraunastarfsemi eru í fyrirrúmi. Umtalsverður hluti hátíðarinnar felur í sér frumflutning tónverka, jafnt íslenskra sem erlendra, í flutningu færustu tónlistarmanna samtímans.

   

  Handhöfum Menningarkortsins býðst nú 20% afsláttur af hátíðarpassa Myrkra músíkdaga og einnig 20% afsláttur af einstökum viðburðum hátíðarinnar, að frátöldum tónleikunum Meistarataktar með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

   

  Á Myrkum músídögum verður boðið upp á margs konar tónlistarviðburði s.s. sinfóníutónleika, sinfóníettutónleika, kammertónleika, kórtónleika, raftónleika og einleikstónleika ásamt viðburðum fyrir börn. Sem dæmi má nefna einleikstónleikana Píanó vs. dótapíanó með Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara, þar sem hún etur saman hljóðfærunum tveimur í verkum ólíkra höfunda. Eins má nefna tónleikana Atonement með hinum margverðlaunaða kammerhóp Nordic Affect, og margt fleira.

   

  Korthafar geta nálgast miða með afslætti í miðasölu Hörpu gegn framvísun kortsins. Frekari upplýsingar um Myrkra músíkdaga ásamt nánari dagskrá má nálgast á www.myrkir.is

  2 fyrir 1 í Hafnarhús í janúar

  Í janúar er 2 fyrir 1 í Hafnarhús fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.Fjórar glæsilegar sýningar eru nú í gangi í Hafnarhúsinu. Sýningin Myndun þar sem sjö alþjóðlegir þekktir listamenn sýna verk sín. Erró og listasagan er einnig í Hafnarhúsinu en kemur fram samtal hans við listasöguna gegnum tíðina og tilvísun listamannsins í verk eftir m.a. Picasso og Léger. Þriðja sýningin er á verkum eftir austurríska listamanninn Gunter Damisch en þar er að finna rúmlega 30 grafík verk, tréristur og skúlptúr sem hann hefur gefið Listasafni Reykjavíkur. Loks er sýning Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur Flatland í gangi í húsinu en titillinn vísar til samnefndrar bókar frá 1884 og fjallar um hugmyndina um upplýsingar í samfélaginu, hvernig þær eru settar fram og hvernig þær eru notaðar. 

 

Fríðindi

Kortið veitir ótakmarkaðan aðgang á allar sýningar og viðburði safnanna í heilt ár og býður upp á

fjölmörg fríðindi, afslætti og tilboð á veitingastöðum safnanna, safnbúðum og á fleiri stöðum og viðburðum. 

Gegn framvísun Menningarkorts Reykjavíkur fæst afsláttur á eftirtöldum stöðum:

 

Söfnin
 
Listasafn Reykjavíkur
- Hafnarhús
- Kjarvalsstaðir
- Ásmundarsafn
Frítt inn
 
- Sjóminjasafnið í Reykjavík
- Árbæjarsafn
- Landnámssýningin
- Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Frítt inn

 
Frítt bókasafnskort
 
Safnbúðir Reykjavíkur
Borgarsögusafni Reykjavíkur
Listasafni Reykjavíkur
Borgarbókasafnið Menningarhús:
Grófarhúsi
Gerðubergi
Spöng 
10% afsláttur 
 
Whales of Iceland
2 fyrir 1
af aðgangseyri
 
Þjóðminjasafn Íslands
20% afsláttur
af aðgangseyri
 
Viðeyjarferjan, Elding
10% afsláttur af fargjaldi 

Veitingahús

Viðeyjarstofa, Viðey
15% afsláttur af matseðli
Ath. gildir eingöngu af matseðli (ekki drykkir) milli 12 - 14 alla daga vikunnar frá 1. júní - 30. september 
 
Dillons hús, Árbæjarsafn
10% afsláttur 
 
Vinsamlegast framvísið kortinu áður
en beðið er um reikninginn.
 
Leikhús/Bíó/Tónlist
 
20% afsláttur 
af almennu miðaverði
 
25% afsláttur 
af almennu miðaverði
 
10% afsláttur 
af áskriftarkortum
 
1000 króna afsláttur
af árskorti 
900 króna afsláttur
af almennu miðaverði  
 
10% afsláttur 
af miðaverði á sýningardegi 
 
10% afsláttur 
af miðaverði á sýningardegi 
 
1000 kr. afsláttur
af miðaverði á sýningardegi

Hátíðir

Listahátíð í Reykjavík
20% afsláttur
af sérvöldum viðburðum

Secret Solstice
20% afsláttur
af tveimur hátíðarpössum
Takmarkaðir miðar í boði

Reykjavík Midsummer Music
20% afsláttur
af miðaverði

Reykjavík Dance Festival
20% afsláttur
af miðaverði

Lókal leiklistarhátíð
20% afsláttur
af miðaverði
 
Myrkir Músíkdagar
20% afsláttur
af miðaverði

 

 

Fréttir

Einskismannsland - Þar ríkir fegurðin ein?

Sýningin Einskilsmannsland - Þar ríkir fegurðin ein? er viðamesta sýning Listasafns Reykjavíkur á yfirstandandi sýningarári. Hún verður opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 2. júní kl. 12.00 á hádegi, og í Hafnarhúsi sama dag kl. 15.00 og stendur til 30. september n.k.

Aðalstræti 10 opnar sem safn og sýningarhús

Hið sögufræga hús að Aðalstræti 10 hefur opnað sem safn og sýningarhús á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Frítt er inn á safnið fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur. 

Heima: Ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur

Heima er yfirskrift nýrrar sýningar sem opnar þann 5. apríl í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur með ljósmyndum eftir Hönnu Siv Bjarnardóttur.

Kjarvalsstaðir - tvær nýjar sýningar

Þann 13. janúar opnuðu tvær nýjar sýningar á Kjarvalsstöðum. Ný sýning á verkum Kjarvals sem heitir Líðandin og samsýningin Myrkraverk.

Kjarval: Líðandin - la durée

 

Verðskrá

Almennt verð   6.000 kr
Gjafakort   6.000 kr.
Nýtt kort fyrir glatað

  600 kr

Endurnýjun innan 30 daga 5.000 kr.
 

Hópafsláttur

 10-49 kort   10%
 50-99 kort   15%
 100-299 kort   20%
   

 

Almenn verðskrá

Bókasafnskort: 2.000 kr.

Listasafn Reykjavíkur í hvert hús*
Hafnarhús-Kjarvalsstaðir-Ásmundarsafn.: 1.600 kr.

Borgarsögusafn Reykjavíkur í hvert hús
Árbæjarsafn-Landnámssýning-Sjóminjasafn: 1.600 kr
Ljósmyndasafn Reykjavíkur: 1.000 kr. 

Börn yngri en 18 ára, eldri borgarar (67+) og öryrkjar fá frítt inn á öll söfn
Nemendur yngri en 25 ára: 1000 kr. gegn framvísun nemendaskirteinis.


Handhafar ICOM og FÍSOS korta fá frítt á sýningar og viðburði á
vegum Listasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur, nema
annað sé tekið fram. Meðlimir SÍM og FÍMK fá auk þess frítt á
sýningar og viðburði á vegum Listasafns Reykjavíkur.
Menningarkort Reykjavíkur
6.000kr.
Gjafakort - 6.000 kr.

Gjafakortin eru afgreidd í
fallegri öskju þar sem fram
kemur á hvaða staði kortið
gildir og hvaða afslætti það
veitir. 

Athugið að gjafakortið er ekki virkjað og tekur ekki gildi
fyrr en eigandi kortsins notar það í fyrsta skipti.
 
Kortin gilda í ár frá því að kortið hefur verið virkjað.
 
 
 
 

 

Skilmálar

Menningarkortið er eign Reykjavíkurborgar.Menningarkortið er gefið út á nafn og kennitölu einstaklings.Menningarkortið má sá einn nota sem það er gefið út á.Ef menningarkort glatast ber að tilkynna það til Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur í síma 411-6020.Ef kort glatast er gjald fyrir endurútgáfu samkvæmt auglýstri verðskrá Menningar- og ferðamálasviðs á hverjum tíma.Korthafi nýtur ýmissa fríðinda, svo sem afsláttar af vörum og þjónustu.

Finnandi korta getur skilað því á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs, Tjarnargata 11, 101 Reykjavík.

 

 

Samfélagsmiðlar

 

Sölustaðir